Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 19
19 er svipað 80. er. (B.) sem F. J. álítur alt innskot, en heilt erindi. Það virðist helst vera vísuhelmingur og langlinan með 3 frábrigð- um; þar mun línan *þeims gerþo ginnregen« vera frumleg, en hjer hin, »es fáþe fimbolþulr«. 011 hin langlínu-frábrigðin í hvoru erindinu fyrir sig verður þá að telja óupprunaleg. — Annars er það um þessi erindi, 138.—145. (B.) að segja, að þau virðast ekki eiga saman og lítt eiga hvert við annað skylt. 144. er með málahætti og síðari hlutur hins 139. og 145. eru með fornyrðislagi, og geta því engin þessara komið til mála sem frumleg í Hávamálum, sem öll eru með eðlilegum ljóðahætti, nema aflagað sje eða aukið við. — En út í þetta verður ekki farið frekar hjer. í 155. er. (B.) er aftan við síðustu línu aukið frábrigði frá henni: sinna heim-hama, sinna heim-huga. í 156 er. (B) er loka-langlínan með þrennu móti: heiler hildar til, heiler hildi frá, koma þeir lieiler hvaþan. F. J. álítur að síðasta línan ein sje upprunaleg. Eru þá báðar hinar frábrigði og önnur þeirra þó jafnframt af hinni. 162. er. (B.) er svona: Þat kank seytjánda, at mik seint mon firrask et manunga man. Ljóþa þessa mont, Loddfáfner, lenge vanr vesa, þó sé þér góþ, ef getr, nýt, ef nemr, þörf, ef þú þiggr. F. J. álítur þetta alt innskot, nema máske 1. línuna, og hann álítur að hún verði að minsta kosti ekki tekin saman við 2. og 3., en 4. og 9. álítur hann, að því er virðist, eitt erindi. — Ætla mun þó mega, að hinar 3 fyrstu heyri saman, »at* í merkingunni »svá at« eða »til þess at«. Og ekki virðist heldur ómögulegt að ætla, að 4. og 6. sje beint framhald af hinum fyrstu 3, og 7. lína viðauki, en 2 síðustu línurnar að eins frábrigði frá 7. línu, þannig að slept sje að endurtaka orðin »þó sé þér*. Þessi viðbót og frábrigðin af

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.