Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 1
Nokkur örnefni og staðhættir í Njálu. Þótt margt sé þegar fundið merkilegt við ýmsar rannsóknir Njáls- sðgu, kynni þó enn, með eftirtekt og glöggskyggni, að finnast ýmis- legt, sem henni má verða til upplýsingar í staðarlegu tilliti, því að einnig í því efni hygg ég Njálu vel ritaða. Með slíkri aðgæzlu á ýmsu myndu menn síður »kappsamlega rengja« hana (sbr. Árb. Fornl.fél. 1887, 2; sbr. 30—32; enn fremur Skírni, 92. árg., bls. 63 o. s. frv., o. fl.). Hér verða athuguð að eins fá atriði innan sýslu, einkum þau er snerta þá staði, sem næst liggja. Verður þá fyrst fyrir eitt aðal-atriði í þeirri grein, bæjanöfnin, sem týnd eru nú, en nefnd eru í sögunni; má þar til nefna bæði Hlíð og Holt. Á þau bæjarstæði hefir bent mér skýr maður, Guðjón Jónsson, bóndi í Tungu í Fljótshlíð; þykja mér bendingar hans sennilegri en getgátur annara um þessi nöfn og bæjarstæði. Hlíð mun tvímælalaust hafa verið í Fljótshlíð, og uppi í hlíðar- brekku, en ekki á sléttu niðri eða farið þar í auðn og aura. Staður- inn mun því til, þótt nafnið sé nú annað á honum; má finna all- mörg dæmi til hinns sama, að staðir, sem nefndir eru í fornsögum vorum, hafa nú fengið annað nafn. Nú er í Fljótshlíð einn staður eða bæjarstæði, að því er ég þekki, sem eftir landslagi að dæma getur bent á hið forna Hlíðar-nafn; er þar sem olnbogi, því að hlíðin beygist af einni stefnu í aðra. Þessi staður er Torfastaðir. Sá staður hefir verið mikill, og hann hefir oftar breytt um nafn, er nefndur Þorvarðsstaðir 1367 og 1397 (í Hítardalsbók og Vilchinsbók, ísl. fornbrs. III., 216, og IV., 78).J) — Holt er og týnt nafn. Hinar fyrstu tilgátur um það, hvar sá bær hafi staðið, munu vera eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi; hann ætlaði að Holt hafi verið sunnan i Reynifellsöldu (sjá Árb. Fornl.fél. 1896, 32, 1898, 23—24, 1902, 2; 1) Hér er einungis um gamlar afbakanir að ræða; hið upphaflega nafn var ÞorVarðsstaðir, eins og höf. bendir til, sjá Árb. Foml.fél. 1923, bls. 18. M. Þ. 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.