Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 2
2 sbr. 1888—92, 47) *), en margt bendir til að svo geti varla verið, og kem ég að því síðar. Að Vatnsdal slepptum tel ég lang-líklegasta stað Holts vera Þóreyjarnúp, sem nú er svo kallaður; hann er um- kringdur holtum, undir felli, suðvestan í »VatnsfelIi«. — Hér er sam- beit milli Sámstaða og Þórunúps, og mikill samgangur alls fénaðar, og þar af leiðandi mun lengi hafa borið á nágrannakriti milli þeirra bæja (sbr. Dulrænar smásögur, safn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna- Núpi, Bessast. 1907, bls. 46). í gamla daga mun það eitt oft hafa leitt til krits og síðan fulls fjandskapar milli nágranna. Holtsvað. Um Holtsvað hefir áður verið ritað 5 sinnum í Árb. Fornl.fél., 1888—92, 1896, 1898, 1902 og 1910; auk þess er þar kort af því í Árb. 1902. Þessi rit eru eftir þá Sigurð Vigfússon fornfræðing og Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, og hafa þeir sjálfir tekið fram hið sama og Ari fróði sagði í Íslendíngabók: »hvatki es missagt es í fræþom þessom, þá es scyllt at hava þat helldr, es sannara raynisc«. — Ég hygg, að þeir hafi þó bundið sig of mjög við fyrsta álit. Ég vildi nú leyfa mér að setja hér fram nokkrar athugasemdir um Holtsvað, ekki hvað sízt fyrir það, að eftir mér hafa verið höfð orð um, hvar Holtsvað hafi verið, án þess að þess væri þá jafnframt getið, sem ég lagði þó mesta áherzlu á, að »með því kæmi sagan réttast út« (sjá Árb. Fornl.fél. 1910, 44—45). Nafnið Holtsvað er hvergi nefnt nema í Njálu; þar er það nefnt í 3 kapítulum, 116., 117., og 131. (sjá Njálu frá 1894, bls. 271, 273 og 318—319). Þarf það alls ekki að hafa verið fáheyrt nafn eða vaðið ófrægt þar fyrir (sbr. Árb. FornLfél. 1896, 32), þvi að mörg hafa þau nöfnin verið, bæði vöð og ferjustaðir, sem sjaldan eða aldrei hafa nefnd verið í fornritum, og það ekki, þó að tíðfarin hafi verið. Þegar um Holtsvað er að ræða, sem tvíllaust mun hafa verið í miðhreppum Rangárvallasýslu1 2), er fyrst gætandi að því, í hvaða sambandi það er nefnt. Um það þarf ekki að efast, að við Holtsvað hefir verið góður hagi, því að FIosi reið þangað og beið þar eftir vinum sínum úr hlíðinni. Þar hafa hestar margir verið saman komnir, því að hann hafði flokk manna, vel míkinn, og hafði áður bundið hesta sína í Vorsabæ. Nærri má geta, hvort hann hafi ekki valið 1) Dr. Kr. Kálund áleit Holt hafa verið þar sem nú er Reynifell, sjá Isl. beskr. I., bls. 227 og 223—34; sbr. Árb. Fornl.fél. 1902, 2. M. Þ. 2) Að það hafi verið á Þjórsá og kennt við Flagbjarnarholt á Landi, það nær engri átt (sbr. Árb. Fornl.fél. 1896, 31.).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.