Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 2
2
sbr. 1888—92, 47) *), en margt bendir til að svo geti varla verið, og
kem ég að því síðar. Að Vatnsdal slepptum tel ég lang-líklegasta
stað Holts vera Þóreyjarnúp, sem nú er svo kallaður; hann er um-
kringdur holtum, undir felli, suðvestan í »VatnsfelIi«. — Hér er sam-
beit milli Sámstaða og Þórunúps, og mikill samgangur alls fénaðar,
og þar af leiðandi mun lengi hafa borið á nágrannakriti milli þeirra
bæja (sbr. Dulrænar smásögur, safn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-
Núpi, Bessast. 1907, bls. 46). í gamla daga mun það eitt oft hafa
leitt til krits og síðan fulls fjandskapar milli nágranna.
Holtsvað.
Um Holtsvað hefir áður verið ritað 5 sinnum í Árb. Fornl.fél.,
1888—92, 1896, 1898, 1902 og 1910; auk þess er þar kort af því í
Árb. 1902. Þessi rit eru eftir þá Sigurð Vigfússon fornfræðing og
Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, og hafa þeir sjálfir tekið fram hið sama
og Ari fróði sagði í Íslendíngabók: »hvatki es missagt es í fræþom
þessom, þá es scyllt at hava þat helldr, es sannara raynisc«. — Ég
hygg, að þeir hafi þó bundið sig of mjög við fyrsta álit.
Ég vildi nú leyfa mér að setja hér fram nokkrar athugasemdir
um Holtsvað, ekki hvað sízt fyrir það, að eftir mér hafa verið höfð
orð um, hvar Holtsvað hafi verið, án þess að þess væri þá jafnframt
getið, sem ég lagði þó mesta áherzlu á, að »með því kæmi sagan
réttast út« (sjá Árb. Fornl.fél. 1910, 44—45).
Nafnið Holtsvað er hvergi nefnt nema í Njálu; þar er það nefnt í
3 kapítulum, 116., 117., og 131. (sjá Njálu frá 1894, bls. 271, 273 og
318—319). Þarf það alls ekki að hafa verið fáheyrt nafn eða vaðið
ófrægt þar fyrir (sbr. Árb. FornLfél. 1896, 32), þvi að mörg hafa
þau nöfnin verið, bæði vöð og ferjustaðir, sem sjaldan eða aldrei
hafa nefnd verið í fornritum, og það ekki, þó að tíðfarin hafi verið.
Þegar um Holtsvað er að ræða, sem tvíllaust mun hafa verið í
miðhreppum Rangárvallasýslu1 2), er fyrst gætandi að því, í hvaða
sambandi það er nefnt. Um það þarf ekki að efast, að við Holtsvað
hefir verið góður hagi, því að FIosi reið þangað og beið þar eftir
vinum sínum úr hlíðinni. Þar hafa hestar margir verið saman komnir,
því að hann hafði flokk manna, vel míkinn, og hafði áður bundið
hesta sína í Vorsabæ. Nærri má geta, hvort hann hafi ekki valið
1) Dr. Kr. Kálund áleit Holt hafa verið þar sem nú er Reynifell, sjá Isl.
beskr. I., bls. 227 og 223—34; sbr. Árb. Fornl.fél. 1902, 2. M. Þ.
2) Að það hafi verið á Þjórsá og kennt við Flagbjarnarholt á Landi, það
nær engri átt (sbr. Árb. Fornl.fél. 1896, 31.).