Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 3
3 þeim haga, þá nýkominn úr Öræfum austan. Eftir skapferli hans í Vorsabæ má ætla, að hann hafi haldið geyst áfram, hinn léttasta og bezta veg, alþjóðarveginn áleiðis til Þingvalla. Þessi alfaravegur hefir verið nálægt Hemlu yfir Þverá, liklega þar sem nú er þjóðvegurinn og nefnt er Síkisvað, austan við Dufþaksholt, er upphaflega hét ein- ungis Holt (sjá Fjörutíu ísl.-þætti, bls. 202). Hefir vaðið fengið nafn sitt af bæjarnafninu, hvort heldur það hefir verið þegar í öndverðu, er bærinn hét Holt, eða síðar, því að þá mátti vel kalla vaðið Holts- vað fyrir stuttleika sakir, eins og t. d. Hvolskirkja er kölluð nú á tímum, þótt hún sé kennd við Stórólfshvol. — Að líkindum hefir Ingjaldur á Keldum riðið þangað, til Holtsvaðs, með sína 15 heima- menn, þegar Flosi gerði honum orð »at hann kæmi til móts við hann«. Aftur er Holtsvaðs getfð í frásögn Njálu um sömu ferð Flosa, er »Sigfússynir spurðu, at Flosi var við Holtsvað, ok riðu þangat til móts við hann. —--------Flosi stóð upp á móti þeim ok fagnaði þeim öllum blíðlega. Þeir gengu fram at ánni«. Þetta sannar ekki einungis, að Flosi hafi áð við ána, heldur og, að hann hafi gjört það norðanmegin árinnar. En einmitt þar er gnótt haga, bæði mýri og vallendi, og á þeirri leið, þaðan yfir sýsluna, er ekki að finna annað eins haglendi. Að ganga fram að ánni, í merkingunni suður að ánni, er hið vanalega mál sunnanlands, enda hefir Njála það i sömu merk- ingu, þegar sagt er um Gunnar, að hann hleypti úr Knafahólum »fram at Rangá, í nesit«. Loks er minnst á Holtsvað í Njálu eftir frásögnina um brennuna. Eins og kunnugt er, reið Kári, líklega strax um nóttina, meðan á brennunni stóð, »er hann hafði hvílt sik,-------------til Marðar Val- garðssonar og sagði honum tíðendin. Hann harmaði mjök. Kári kvað þá annat karlmannlegra en at gráta þá dauða, ok bað hann heldr samna liði ok koma öllu til Holtsvaðs«. Hér hefir þurft skjóta aðgerð og mikinn liðsafnað. Var þá eðlilegast, að Mörður leitaðí fyrir sér í liðsafnaðinn, ekki einungis í námunda, heldur einnig fjær sér, ekki sízt i Landeyjum ytri, kringum bústað Njáls og sona hans. Fyrir allan þann flokk, og eins fyrir þá sem komu úr Hvolhrepp og af Rangár- völlum öllum sunnanverðum, var þarna tilvalinn samkomustaður. Sama er að segja um hann fyrir menn úr Holtasveit, sem áttu leið um Ytri-Rangá, yfir hjá Ægisíðu eða sunnar. Liðsafnaðurinn hefir varla verið minni en 5 hundruð manna, þar sem þeir skiftu leitinni í 3 staði og gátu vænst þess, að hver af þessum þrem flokkum yrði til að mæta hart nær tíu tigum manna, sem var »mikit lið ok harð- snúit«. Meðan liðsaðdrátturinn til eftirreiðar og umdirbúningur hennar stóð yfir, þurfti góðan samkomustað, og þarna var hann einnig til 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.