Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 6
6 festi þar á steini einum, — ok heitir þar síðan Þorgeirsvað«. Nákvæm- ara orðalag hefði verið »ofan um vaðit«, en þetta er svo smálegt að minnstu munar í sögulegu tilliti, — má og hafa aflagast í með- förum eða afskriftum; enda ekki vandalaust að orða svo frásögn, að allt sé með hinni fyllstu nákvæmni, sízt ef vissan er ekki skír um atburðinn, söguritarinn ekki viðstaddur heldur farið eftir sögnum, sem gengið höfðu lengi mann frá manni. c. Rétt fyrir ofan Þorgeirsstein (um 55 m.) hefir verið vað á ánni og nokkur umferð þar; votta það nokkrar fornmannagötur, sunnan-úr Hvolhrepp og upp á Rangárvöllu ofanverða, að Keldum, Sandgili o. s. frv. En ég hygg að ekki komi til mála að ætla bardagann þar, því að af alfaraveginum, austur og vestur, sézt engin gata þar að, enda er dálítill krókur af honum að vaðinu og vígi er þar sama sem ekkert. — En vígi hefir Gunnar jafnan orðið að líta eftir á ferðum sínum. — Þess er líka að gæta, að Þorgeirssteinn er í straumnum miklu nær suðurlandi; mátti líkið tæplega, eða helzt ekki, hafa borizt á jafn-stuttri leið svo langt suður-á-við, að það festi á honum, og síður er hitt líklegt, að Ögmundur flóki hefði drukknað þegar á þess- um stað. Farvegurinn er þar mjög fastur, sýnist þar öldum saman óhaggaður, grjóti lagður, og grynningar langt út frá syðra landinu. Að þessu vaði má ríða ána beggja-megin steinsins. Trúað gæti ég því, að einmitt þetía vað hafi fengið nafnið Þorgeirsvað eftir að líkið festi á steininum, og að Njála segði einnig hér laukrjett frá; en bar- daginn ætla ég þó vafalaust hafi verið, svo sem áður segir, ofan- við alfaraveginn um það vað, sem talið hefir verið og nefnt Þorgeirs- vað á síðari tímum. d. Haldfossavað nefni ég syðsta vaðið, fremst við Austurhaldið, ofan-við fossinn þar. Það er um 340—360 m. neðar en hið síðast- nefnda. Frá ómuna-tíð hefir vaðið aldrei verið notað af fsrðamönn- um, en einhvern tima í fyrndinni hefir verið þar fjölfarinn vegur. Sýna það fornar götur, norðvestan-við ána; þar skiftist vegurinn; lá annar strax yfir í Vesturhaldið, 8 götur, upp eftir því og líklega um hið vestara hlið hins mikla Móagarðs heim að Keldum o. s. frv. — En hvorki frá þessu vaði, né Þorgeirsvaði, né öðru, hefir vegur legið vestur-yfir Keldnalæk (og yfir Króktúnsheiði), eins og stendur í Árb. Fornl.fél. 1902, 4. og 8. Þar sjást engin merki til fornra gatna. — En hin grein vegarins hefir legið upp Austurhaldið vestanvert, 6 götur; þær munu hafa legið upp á Rangárvöllu hið efra, upp að Sandgili, Árbæ, Tröllaskógi o. s. frv., og líklega að nokkru leyti heim að Keld- um, um hið eystra hlið Móagarðsins, að Dagverðarnesi og áfram. Nú hefir Rangá brotið göturnar að mestu af fremst í Austurhaldi og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.