Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 10
10
aldamótunum, að hæfilega blásinni Knafhólaheiðinni, framhald þess
vegar norðan-við norðvestasta Knafahól, og er varða á honum einum1),
stefnan fyrir framan Hraunshól, þar sem Hraunkot stóð, skammt norð-
ar, austlægt og allmikil bygging. Það er sennilegast vegur sá sem
Gunnar hefir farið, er hann kom frá Tungu, og legið hefir um Nauta-
eða Árnes-vað á Þjórsá, um Þingskála og líklega um elztu Heiði og
beina stefnu austur til Gunnarssteins, milli austustu Knafahóla sem
allir hinir. Þessi vegur þekktist ekki fyr en göturnar voru komnar í
ljós og sönnuðu stefnuna.
Annar vegur, að öllu miklu meiri, liggur frá Keldum, upp á milli
Knafahóla, upp á Réttaheiði, skiftist þar, liggur að nokkru um Dag-
verðarnes, en hið mesta af honum um Fornuréttir2), fyrir neðan Stein-
kross, eftir þeim fjölmörgu götum að dæma á þeim stöðum, um Vík-
ingslæk, Bæði til Bolholts og Þingskála o. s. frv. — Þar var og kirkju-
vegur þessara bæja, þangað til Steinkross lagðist í eyði 1882. Síðan
var farin hin syðri leið, hjá Valshól og Reyðarvatni gamla, þangað
til Gunnarsholts-girðingin kom 1926. Nú er mest farinn hinn nýi vegur,
fram hjá Geldingalœkjum, og austur í girðingartraðir, sem liggja fyrir
norðan Vakhól, og austur þær traðir á Veitunni. Stöku sinnum er þó
farinn enn hinn forni vegur, hjá Steinkrossi, um Knafahóla.
Hin þriðja krossgata milli Knafahóla var smágata, einkum úr
Króknum um Árbæ að Reyðarvatni; lá hún út Knafhólaheiði, þangað
til hún fór af 1885—87; var þó tíðfarnara um Keldur. Hér hefir og
verið leiðin út úr til forna, frá Keldnaseli, Sandgili, Litla-Skógi og
má-ske Tröllaskógi.
í dalnum3), sem áður getur, mátti vel leynast þangað til að var
komið. Hann liggur til suðurs, undan leið þeirra Gunnars, sem »sáu
mörg spjót koma upp«, líklega eftir að hreyfing var komin á fyrir-
1) Þessi Knafahóll mun vera í rétt há-norður frá Keldum; hinir tveir eru
þar suður af. Gnæfa 5 hólar yfir Knafhólaheiði, sem tekur við vestan-undir Sel-
tungnabrún. Fyrir vestan hólana taka við Þverbrekkur og Þverbrekknaheiði, —
þó að öll hafi þessi heiði stundum verið nefnd einu nafni milli blástra, allt út
um Fjárhól og Kubbhól og að Dalamynni, Knafhólaheiði.
2) Fornuréttir eru elztar af þremur i Keldna-landi.
3) Úr dalnum, beint að Gunnarssteini (með stefnu í skarðið á Þríhyrningi)
reyndist mér yfir 1800 faðmar; mun það ekki skakka miklu frá þriggja álna föðm-
um (létt stigið 17/i 1907), eða tæplega 3'h km. (um 3390 m.), og eflaust það (3'h
km.) götuleiðis (1 km. = 531 f.), enda getur sagan þess, að Gunnar reið fram
hjá í nesið að ánni, þar sem var »vigi nakkvat*. Þessi vegalengd getur ekki heitið
-flugreið á 15—20 mínútum- (Árb. Fornl.fél. 1888—92, 44).