Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 18
18
frá þvi síðar (Árb. Fornl.fél. 1902. 4). — En tilgátan í Árb. Fornl.fél.
1902, 4—5, um nes sem tanga og »vígið« nokkru norðar en Orustu-
hólar (þeir eru tveir), álít ég sé í þessu sambandi villandi. — Um
það þarf varla að efast, að Gunnarssteinn sé sá, sem haldinn hefir
verið, á viklausum olnboganum fyrir norðan ána, og er í fyllsta sam-
ræmi við söguna: »en ríða munum vér fram at Rangá, í nesit«; og:
»hlaupu vér at honum fram allir senn«.
Eyjar Gunnars á Hliðarenda.
Njála getur þess, að Gunnar á Hlíðarenda hafi tvö árin (989—90?)
verið við heyverk niðri í eyjum, og viðhefir sagan jafnan fleirtöluna.
Almennt mun hafa verið litið svo á, að átt sé við Móeiðarhvols-land,
eins og greinir í Árb. Fornl.fél. bera með sér (1888—92, 49—50,
1896, 3—5, 1902, 8—9); hefir ekki tekist að laga það í meðförum.—
Sigurður Vigfússon kallar slægjulandið Móeiðarhvols-eyrar (Árb.
1888—92, 49), en slægjur þær hafa frá ómuna-tið verið kallaðar engjar
eða Móeiðarhvols-engjar, en aldrei eyjar eða eyrar, svo menn viti.
Það er einnig talið víst, að eyjan, sem engjarnar eru í nú, hafi verið
áföst heimalandinu, mýrinni, og í keldu þeirri sem Þverá féll í síðar,
svo að eyjan myndaðist, hafði sætið sézt að heiman. — Fyrir austan
Móeiðarhvols-engjar taka við Dufþekju-engjar.
Tilgátan um heyverk Gunnars að Móeiðarhvoli er ekki ósenni-
leg að því leyti til, að þeir Gunnar og Kolskeggur keyptu eða buðu
fram við votta fé fyrir 'U úr Móeiðarhvoli, og að þetta gerðist fyrir
heyverkin. Munu menn hafa almennt bundið sig við það. Að öðru
leyti er ekki unnt að líta á samband sögunnar við þau. — Þennan
jarðarpart hafði móðir þeirra átt, en hann gengið til Starkaðar undir
Þríhyrningi í sonarbætur, ljósast fyrir Börk og Þorkel, sem féllu við
Gunnarsstein.
Hefði Gunnar heyjað á Móeiðarhvols-engjum, hefðu allar likur
verið til, að hann hefði riðið upp með Þverá, hafi þar þá verið fært
fyrir keldum og foræði. En á þeirri leið er hvergi hæð til fyrirsátar,
fyr en uppi í þéttbýlinu, og er sú leið þar með frá-dæmd. En að
því slepptu liggur næst að ætla honum hina léttustu leið, austur
há-völlinn og niður, um Fiská, í Krappa-sporðinn, fyrir norðan Vatns-
dalsfjall, »og er ekki einu sinni tímamunur« á því að fara þá leið og
hina fyrnefndu (segir Sigurður Vigfússon í Árb. 1888—92, 50). Þar
fyrir hefði hann ekki átt að ríða norður og niður að Þorgeirsvaði;.
þar, austan-megin, eru eyrar, en ekki vígi, og er víða betra að verj-
ast, og því síður hefði hann átt að ríða frá Skútuvaði. Það nær engri
„átt að ætla það um ferð Gunnars í sambandi við Þorgeirsvað, að