Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 29
29 átt að því leyti skylt við Hraunlækinn, sem skammt var í milli. Þær öldur sem aðrar hafa hrundið hrauninu frá sér, þegar það var að renna, á sama hátt og háir veggir hrinda frá sér snjófoki. Lækurinn rennur austur fyrir Kirkjuhól, og með nesi hans milli hraunsins; þá sker hann af eina öldu, Gildruhól, sem er austan- megin, en rennur svo í kreppu suður með Langhól, hringbeygir þar vestur að rótum Potthóls, hvar prestsvaðið er frá Odda að Keldum, og austur með Skygni; þar er Stokkalækjarvað; fellur þá í djúpa þröng, og er þar Steinbogi kallaður; iðulega hlaupið yfir skoru milli kletta. Síðan bendir hann til landsuðuráttar neðst, ofan í gríðarmiklu gili, Króktúnsgili; að vestan er móbergshamar og sandskriður, og syðsta alda Stokkalækjarhóla, er heitir Loðsa, og er bærinn framan-undir henni, á hlýjum og fríðum stað. Gilið austanmegin er alsett skínandi fögr- um grasbrekkum og fjölmargir hvítfossandi lækir buna í klettaþröng útúr miðri brekkunni, en hengihamrar yfir á mörgum stöðum, algrónir ofanfrá niður á eggjar. Syðst móti Loðsu er Krókgil, og beygir læk- urinn þar vestur, sunnan túnið á Stokkalæk. Úr Krókgilinu yfir að Keldnalæk er mjótt heiðarland; þar var hlaðinn varnargarður á fyrri hluta síðustu aldar; nú sézt einungis merki um þykkt hans. Allt fyrir sunnan hann var einu nafni kallað Tunga. En þar hefir verið gert meira fyr á öldum. Rétt fyrir innan garðinn, undir vesturbakka Keldnalækjar, er nýfarið að sjást á grjótgarð mikinn og vel hlaðinn, sem enginn hafði af að segja. Þarna var hlaðið undir upptöku lækjar- ins, til áveitu á Tunguheiðina. Má sjá þar flóðgarða og sléttar flesjur, sem áveitan hefir náð yfir. Bærinn Tunga var suður-við Rangá, vest- ar en miðheiðin; — líklega ekki byggð í tíð Ingjaldar. Gilið heldur áfram vestur, með silfurlituðum fossbunum úr Tunguheiði, svo lengi sem klettaklungur hennar endast, en þá kemur breiður vallendisflötur á öldu, miklu lægri en heiðin, er heitir Kúaflöt, og svo önnur hæð niður-af henni ofan í Tungunes, sem náð hefir vestur móts við Hesta- þingsholtið, útundir Bergsnef. Hafi nú þetta allt verið landnám Kols, eins og Landnáma segir, mætti ætla Ingjald fyrsta bónda á Keldum; varla hefir hann verið yngri en synir Kols. — Mér þykja samt Keldur nokkuð seint byggð- ar, eins og þar hefir hlotið að vera girnilegur bústaður. Lækurinn þar er kenndur við bæinn, en bærinn við tvö kermynduð uppsprettu- augu, laust vestan-undir honum, og rann frá þeim læna vestur í læk- inn; bærinn var þá á framtúninu, austanmegin læksins, þar sem mark- ar fyrir mikilli húsaröð með moldarjaðrinum, og er gamalt mæli, að Jón Loftsson hafi í elli byggt kirkjuna fyrir ofan lækinn, hvar hún er síðan, og bærinn fluttur þangað, á mikið svipmeiri stað. Ótölulega

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.