Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 33
33
og út yfir Þríhyrninghálsa, norðanmegin Þríhyrnings, niður Stóru-
Hrafnatungu, að baki Starkaðar, og beinustu leið að Rangá; er þá einn
vegur, áður sagður, út yfir hjá Bergsnefi og beint þaðan að Kirkju-
bæ; — kenndi þá hvergi jafngreiðan veg upp til Fljótshlíðar. Lengd
vegarins frá Kirkjubæ mun láta nærri 23—4 km., ómælt. Víða á þess-
um vegi hefir verið síðar breytilegt jarðlag, upprættir hrísir, misgrón-
ar heiðar, árennsli og Iítt grónir blástrar; hleypur því löngum úr að
götur sjáist, en fjöldi þeirra á einstöku stað.
Ég get ekki sleppt að tala um byggðina undir Þríhyrningi; menn
eru þar enn á svo miklu reiki, að enginn skilur annan. í öllum Hólms-
löndum á þeim tíma er ekki um bæi eða bæjarrústir að ræða, nema
fast við Fiská á þrem stöðum. Tökum fyrst Holt, þar sem Höskuldur
Njálsson bjó. Margir láta það draga nafn sitt af Reynifellsöldu, en
bærinn stóð sunnan-undir henni, hvar sjá mátti grjótieifar, sundurtætt-
ar eftir Fiská, og ein lítil torfa er eftir af túni þess vestan-í öldu-
nefinu. Allur krókurinn af Fiská, suður í Engidal og upp með Vatns-
felli, er gjöreyddur í aur og svart apalhraun. Ég get fallizt á að þarna
hafi Holt verið, en þó vil ég land undir sem mest af Vatnsfelli, hvað
svo mikið það hefir nýtt af Hólmslöndum; þetta má vel falla saman,
því ég álít að Vatnsdalur hafi ekki verið byggður fyr en Holt féll
í auðn.
Það er ekki sagt, að smalamaður þeirra Hróðnýjar væri í sauða-
leit, þegar hann fann Höskuld dauðan, en út frá því verður að ganga,
og hefir hann trauðla farið yfir bæ fram, svo sem Vatnsdal, til að hóa
saman búpeningi sínum, en milli Vatnsdals og Sámsstaða var Höskuld-
ur veginn.
Þá eru rústir góðan spöl innar enn aldan, á sléttum hraunmosum,
norður af nyrzta horni Þríhyrnings, og stutt frá honum; óvíst er, hvort
þaðan hefir verið nýtt út í Hólmslönd, en það liggur beinast við að ætla.
Enginn veit hvað þessi bær hefir heitað, en iðulega er þar kallað
Hrappsstaðir, kennt við Víga-Hrapp, Njála, bls. 205. Fiská hefir brotið
þar upp tún og engjar, nema ef vera skyldi eitthvað eftir austan-
megin ár, uppi í Þríhyrningi, kallað Harðivöllur, og af svo-kölluðu
Smiðjunesi, suðvestur frá bænum, og sézt garðleggur fyrir. Það er
engu líkara en frá rústunum hafi blásið, og það langt vestur í Hólms-
lönd, en gróið á siðari tíma, og mætti Reynifell, sem stendur norðan-
undir öldunni og snýr frá henni, vera byggt af hvarfi þessa bæjar.
Fiská hefir gjört þarna stór-mikinn usla á skömmum tíma og eyði-
lagt báða fornu bæina.
»Hrappsstaðir«; — að Víga-Hrappur hafi þarna búið, fæ ég ekki
skilið; ég lít hann ekki þann bónda, þó vígur væri, að halda stór-
3