Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 34
34 jörð úti á Hólmslöndum, eða Þráinn hafi átt þar land undir til bú- færslu handa honum. Þetta nafn mun gömul getgáta og hefir loðað við síðan. Hrafnár tvær, Hrafnatungur tvær og Hrafnatangi eru þarna á móti, og heyrt hefi ég fleiprað með Hrafnatættur; úr þessu gat myndazt Hrappstættur, jafnvel Hrappsstaðir. Því miður hafði ég aldrei skoðað þessar rústir, að eins rennt þeim auga, og er viðbúið að þær hverfi í aurinn áður en fæst ákveðið um afstöðu þar til bústaðar Starkaðar. Uppdráttur af þessum tóttum hjá Brynjúlfi Jónssyni hefir mér eigi þótt fallegur. Þá er þriðji bærinn, nálægt aU klukkustundar gang, innar og hærra; það er Rauðnefsstaðir, hvar Þorsteinn rauðnefur bjó; þar er áin í skorðum í grösugu gili og bærinn tæpast á brúninni. Hraunið er þar allstaðar upp úr, og túnið mjög takmarkað, innilukt hraun- bríkum, og útsýni skammt; blótfossinn í ánni eigi ófríður, en lítið áberandi. Þetta er innst í Hólmslöndum og hafa sauðir allir verið innar, sem rak í fossinn. Hólmslönd hafa þá öll verið hrjóstrug og vatnslaus, hvergi slægja og því hvergi bæjarstæði. Þorleifsstaðir er bær, spöl framar, í suðurbrún hraunsins og heldur áin sér þangað; byggður síðar úr Rauðnefsstöðum. Þessir bæir nýta hálsana alla að vestan til beitar og slægna, svo langt, að sjá má til ríðandi manns heiman frá. Hrólfur rauðskeggur nam Hólmslönd og bjó að Fossi, Landn. 1909, bls. 207. Ekki sézt getið, að þeir feðgar hafi flutt sig fremur enn að bærinn hafi breytt nafni. Foss er bær fast við Rangá vestanvert, í vestur af Rauðnefsstöðum, styttra frá en hálftímagang. Bærinn stendur á fögrum velli, undir háu hraunnefi, og steypir foss- inum þar niður, skínandi björtum. Sjálfsagt veit enginn aldur þessa bæjar, og samkvæmt mörgum dæmum kæmi það í engan bág við landnám Hrólfs, þó búið hefði fyrst á þessum stað. Heyrt hef ég getið býlis undan syðsta horni Þríhyrnings, austan- megin Fiskár, og þá allt komið í ána. Það er inn af Engidal, inn af Bresthól, sem er innst í dalnum, nærri móti Holti. Sé hér að tala um annað en ágizkun eina, kæmi hvergi betur út býli Starkaðar. Afi hans, Þorkell bundinfóti, bjó undir Þríhyrningi og nam land umhverfis hann. Engjar hans hafa verið dalurinn allur og hann hefir nýtt Geila- stofna vestur í gil sín megin. Enginn taldi þá feðga með Fljótshlíðing- um; þeir hafa því verið vestanmegin. Baugur nam Fljótshlíð alla ofan um Breiðabólstað og bjó á Hlíðarenda, en Ketill hængur á Hofi hafði undir sig lönd öll fyrir austan Rangá ena eystri og Vatnsfell til lækjar þess, er fellur fyrir utan Breiðabólstað, og fyrir ofan Þverá (líklega nýrra nafn), það er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.