Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 39
39 ein jörð, sem áður er til getið. Gátu Brynjúlfs Jónssonar og fleiri, að Þórunúpur væri Holt, tel ég óviðeigandi. Höskuldur hefði varla farið að klífa brattann hjá Sámstöðum upp á háheiði, heldur farið upp-með Flókastaðaá, þar sem var mikið hallaminna og beinna, um austur- jaðar Kotamannafjalls og íraheiðar, en engu síður gat hann farið þjóð- veginn vestanmegin, upp fyrir Efra-Hvols-gil, og þá hvort heldur vildi upp-yfir íraheiði, eða götudrög, er lágu upp á Rangárvelli, fyrir vestan Þórunúpinn, og var þá örstutt heim að bænum. Núpurinn er heldur eng- in holtslögun; þetta er há öxl á fjallinu fram af Vatnsfelli og bærinn sem í geil milli hans og íraheiðar. Strax eftir vígið slær ótta yfir morðingjana, og þora ekki heim, heldur fara þeir í felur í skógana út-við Rangá. Hvergi var sá staður líklegri en upp af Selalæknum; þar eru djúpir dalir, sem enginn sér fyr en á þá er gengið, þá skógi vaxnir niður í hlíðar, og því velfallinn griðastaður óbótamanna. Það er að sjá af sögunni, að þeir hafi ekki verið með hesta með sér, heldur gengið að heiman, og svo norður yfir Vatnsfell til Rangár, sem fara mátti hæglega á klukkustund; anr.ars urðu þeir að fara fyrir enda fjallsins, hvar Holt var öðrumegin. Vatnsfell er langt austur og vestur, og stöðuvatn á því miðju. Að sunnanverðu eru ávalahæðir, en snarbratt að norðan og miklu hærra, alsett giljum og grashlíðar á milli; nú er það allt að austan kallað Vatnsdalsfjall, en Árgilsstaða- fjall að vestan, og skiftist um Hnauk, sem er ölduhóll norðan í hæzta hryggnum; tekur fjallið sól frá Keldum um sólhvörfin, og er Hnaukur í hádegisstað. Fiská er í gljúfraþröng milli hraunsins, fast með því öllu að Skútugili, og þaðan í gljúfrum niður í Krappasporð, sem fyr er getið; að eins með smalavöðum. Hún er vatnslítil á sumrum, en af- skapleg í vetrar- og vor-leysingum. En Skarphéðinn hafði nærri njósnina um högun þeirra Lýtings, og beinir för sinni tafarlaust upp til Rangár, sem verður að skilja svo, að smalamaðurinn, sem fann Höskuld, hafi séð úr fjallinu til ferða þeirra. Nú ríður Skarphéðinn sem leið lá, inn fyrir Hvolsfjall og götu þá, er næst var Þórunúp, að baki Árgilsstaða, og til vaðs hjá Skútugili, sem liggur uppi á lágri fossbrún, undan miðju Árgilsstaðafjalli, eina vaðið, sem hann gat farið, og hefir það um ómuna tíð verið notað frá Reynifelli til hey-aðdráttar úr Dufþekju- mýri; þaðan fer hann norður yfir Krappann að Þorgeirsvaði og upp- með ánni; engin gata að því vaði önnur en þessi, og strjálfarin. Þennan sama veg reið Flosi frá brennunni, og er það bein leið að Keldum. Hefði hann farið þjóðveginn upp að Rangá, þá hlaut hann að ríða upp Tungu- og Króktúns-heiði heim að Keldum. Enginn get- ur ætlað honum að beygja frá ánni, upp allan Krappa, yfir stór- kötlótt brunahraun, þá illa gróið, eins og til að firrast Keldur. Skarp-.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.