Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 40
40
héðinn segir: »stöndum vér hér ok hlýðum ok förum hljóðlega, því
ek heyri mannamál uppi með ánni«, kap. 99, bls. 234; síðan gengu
þeir þangað og fundu þá Lýting uppi á melbakka við lækinn, — óefað
nýnefndur Sellækur; Skarphéðinn hleypur yfir, og í melbakkann. Lýt-
ingur tók upp stein og kastar; þarna var hraunið við hendina.
Lýtingur komst út á ána undan þeim, og svo til hrossa; hann
hefir þá í snarkasti hlaupið suður-yfir fjall og til hrossa sinna á leið-
inni heim, og síðan í Ossabæ. Hann gat verið kominn í fjallið, þeg-
ar hinir voru tilbúnir með hesta sína, annars vegar var ein leið beggja,
og þeim gefið að ríða á eftir honum; en melbakkinn hinum megin
við lækínn bendir til, að þar hafi gróið Iand verið að ánni, og læk-
urinn þá farinn að rífa frá sér, og unnið það með ánni öðrumegin
til fulls með árafjöldanum. Að skapa þetta við Þverá, nær engri átt.
Við Holtsvað stefndu þeir saman liði, kap, 131, sem ég gat áð'
ur, »ok fundust þeir við Holtsvað, var Mörður þar fyrir allmiklu liði«.
Það skiftir litlu, hvort flokkarnir voru 3 eða 5 útnefndir þarna strax,
eða þeir skiftu sér sjálfir á leiðinni; þetta fremur öðru má toga á
tvo vegi. Varla þurftu þeir að senda fremra, nema tvo flokka, og má
þannig skilja söguna, annan til Seljalandsmúla og hinn i Holt; þeim vit-
andi brennumenn alla komna inn í Hólmslönd. Liggur þá næst, að flokk-
urinn til Seljalandsmúla hafi skift sér á aurunum og farið þaðan upp
til Fljótshlíðar.
Með bæjum að utanverðu í Fljótshlið, að minnsta kosti, hefir
varla nokkur haft hug á að leita brennumanna, og varla gátu þeir
vænst eftir leiðangri þeim í námunda við híbýli þeirra, og mátti
nægja þangað að eins njósnara. Af Moshvols- eða Dufþekju-bökkum
lít ég sem ekki væri upp til Fljótshlíðar að fara; það er undan enda
hennar; og að þræða hana endilanga, þekkja margir, hversu greiðlegt
hefir verið. Eins er það óhæfilega sunnarlega fyrir menn ofan úr
Þjórsárdal og aðra ofan að, að ríða þangað til að skipa í leitirnar.
Njála segir svo á bls. 313; »þá skiftu þeir leitinni, fóru sumir fremra,
austr til Seljalandsmúla, en sumir upp til Fljótshlíðar, en sumir et
efra, til Þríhyrningshálsa, ok svá ofan í Goðaland; þaðan riðu þeir
norðr til Sands, en sumir til Fiskivatna, ok hurfu þar aftr, sumir it
fremra, austr í Holt, ok sögðu Þorgeiri tíðindin ok spurðu, hvárt þeir hefði
ekki þar um riðit«. En Þorgeir kveður þeim einn veg, að snúa aftur.
Ég get ekki greint á milli Fiskivatna-flokkins og Hlíðar-flokksins,
hvar þeim var skift frá; mig brestur kunnugleik um þau vötn, sem þar
er átt við. Það er ekki líklegt, að það séu hin sömu qg Flosi reið
hjá, kap. 126; þá var engu liði að skifta, allir hlutu þeir að ríða
Mælifelssand, og þar auðleitað. Við hin alkunnu Fiskivötn inni á Öræf-