Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 46
46
staðar nánari eftirtekt, ef sögn mín, sem þegar er orðin um þetta,
hefði legið í huga mínum, og þá hefði ég líka eftir hvíldina við Holta-
vað reynt að stappa nærri hælum Flosa alla leið til Þjórsár. Hitt er
ber ofætlun, að telja honum frá Dal og út að Þjórsá, eða út yfir hana;
bæði töfin í Ossabæ og stefnumótin við menn sína úr nærbyggðinni,
sem hann varð og var til staðar að taka á móti; þá vegur yfir Holt-
in milli ánna seinfarinn, mýrar í hverju viki, en Holt og heiðar á milli,
óslétt og illgreitt yfirferða; auk þessa allur efi um áfangastað austan-
megin við ána.
Er því reynandi að afstýra þeirri hugarvillu manna, að Holtavað
Njálu hafi verið á Þjórsá; það verður að vera rétt sett á Ytri-Rangá,
og má ekki falla úr sögunni. Hver, sem tekur sér tóm til hugleiðinga
um þetta málefni, þarf að athuga tímalengdina síðan á Njáls-tíð, saman-
borið við atgjörfi manna og breytingarnar á þessu umrædda svæði,
Jarðlag víða allt annað, vötnin dreifð og grafist niður, örnefni týnd,
vegir aflagðir, og lífþróun á öðru stigi. Fátt er eftir, nema götur í
harðlendi, bæir sem þekkjast af nöfnum, fundnar fornleifar, og geymd-
ar sögur. Það er ekki nóg að horfa í göturnar okkar, það verður að
leita annars staðar, með skynjun og nákvæmni.
Ég verð að blanda inn í sem séðu, að menn rýna út í ögfar, og
hártoga þau atriði, sem' sjón þeirra fær eigi staðfest; taka ranga
sleggjudóma annara og hugarvillur sjálfra sín, án nokkurra rannsókna
um sögustaðina, umfæra orð Njáls á söguritarann, og margt fleira;
rita um þetta langt mál, sögunni og þjóð vorri til óheilla1). En að
bjóða svoddan almenningi, sem bókmennt, er ofboð-litið grunnt rist.
Gat Njáll ekki verið jafnsnjall að hugsa mál sín? Sízt er að leggja orð i
munn sér vitrari manni. Hvað myndu þeir menn hafa sagt um manndráp
Gunnars og Kára, ef ekki væru auðsæ merkin ? Ég man vel, þó ung-
ur væri, í stofunni á Keldum, þegar maður með útlendu máli tók upp
lærlegg Kols Egilssonar og vafði í pappíra, er aðrir sögðu að væri
höggvinn sundur í miðju2).
Höfundur Njálu hefir átt hjá sér fulla dómgreind, og hermt sagnir
sem allra réttast, enda ætlað hverju meðalmannsviti að skilja gang og
kjarna sögunnar, þó ekki lýsti hverjum stað og tíma út í æsar; við þaó
mátti vita, að sagan missti gildi sitt á öðru sviði. Það er ómögulegt
að draga yfir, að hinn upphaflegi ritari Njálu hefir verið þraut-
1) Ég á við greinar í Skírnir út af Njálu, hvar í er heimildarlaus tilbún-
ingur, lendra og erlendra.
2) Hvaða mismun gjörði það, þó t. d. fóturinn á Kol hefði hangið við bol-
inn? Hann missti fótinn og fékk af bráðan bana. Eða nafni hans við silfrið? Það
myndi einhver kálfshausinn geispa i liku ástandi.