Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 48
Landnám Flosa Þorbjarnarsonar.
Svo er sagt í Landnámu (1925, bls. 18): »Flosi hét maðr, son
Þorbjarnar ens gaulverzka; hann drap þrjá sýslumenn Haralds konungs
hárfagra ok fór eftir þat til ísiands; hann nam land fyrir austan Rangá,
alla Rangárvöllu ena eystri.«
Hér getur ekki verið rétt frásögnin um það, huar Flosi hafi numið
land — eða tekið sér varanlegan bústað.
í næstu póstum á undan þessum í Landnámu, og í réttri röð
vestur og uppeftir landinu, er búið að lýsa landnáminu mjög greini-
lega um alla ena eystri Rangárvelli, allt neðan frá Odda upp á Þór-
unnarhálsa (Næfurholtshálsa) og þaðan suður um Skarð, Tröllaskóg
og Hólmslönd að Þríhyrningi.
Kunnugir menn geta því ekki ætlað Flosa — stórtækum goð-
orðsmanni og miklum höfðingja — landnám á þessu svæði, við hans
hæfiJ). Og enn augljósara má það þó vera öllum þeim, sem Land-
námabók lesa, hvílík fjarstæða það er, að ætla Flosa að nema »alla
Rangárvöllu ena eystri«. Ekki er efamál, að Ketill hængur nam
Rangárvöllu og byggði að Hofi (878), áður en Flosi kom. En til
athugunar fyrir ókunnuga, skai hér drepið á, hversu Landnáma sjálf
telur háttað vera byggðinni á Rangárvöllum, áður en hún bætir Flosa
þar ofaná.
Ketill hœngur hélt eftir, sem bújörð handa sjálfum sér, landi öllu
fyrir neðan Stotalæk og Reyðarvatn, milli eystri Rangár og Hróars-
lækjar, ásamt oddanum milli Rangánna, Þar hafa síðar verið þessar
jarðir: Stokkalækur1 2), Hofin bæði, Kirkjubæir báðir, Varmadalur,
Strandir báðar, (e. = eyði), Lambhagi, Selalækur og Oddi — með hjá-
leigum, og má-ske Bakkabæjunum líka. Ennfremur graslendi það, sem
1) Flosí hefir að líkíndum veríð hofgoði á Gaulum í Noregi eftir föður
sinn, þar hann lét systurson sinn, Eyra-Loft, blóta þar fyrir sig, eftir að hann
hafði unnið sér til ófriðhelgi i Noregi.
2) Stokkalækur er réttnefni, þvi stór lækur rennur svo þröngt mílli kletta,
að enn má vel hlaupa þar yfir. »Steinbogi« var þar líka niður í gilinu langt
fram á 19. öld. Má og vel vera, að »Stota«- = Stoða-lækur, merki hið sama.