Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 53
53
vaði við Espihólinn, þar sem Kvarná fellur í Eyjafjarðará. Vaðið tel
ég því eflaust, að hafi heitið Kvarnárvað, og »Knarrarvað« sé mis-
lestur ritarans, sem ritaði upp söguna.
2. Vitazfjjafi. í Víga-Glúms-sögu, 7. kap., er þess getið, að »þau
gæði fylgdu mest Þverárlandi — þat var akr, er kallaðr var Vitaz-
gjafi, því at hann varð aldregi úfrær«. í 8. kap. segir ennfremur frá
því, að Glúmur bjóst heimanað, til að finna Þorstein bróður sinn á
Hólum, og reið þá »suður yfir ána« og kom svo til akursins. Sú á,
sem þar er átt við, getur ekki verið önnur á en Þverá, sem bærinn
er kenndur við; hún rennur fyrir sunnan bæinn niður í Eyjafjarðará
og hefir myndað töluvert miklar eyrar, eftir að hún var komin niður
úr fjallinu. Á eyrum þessum hefir að líkindum verið skógur mikill í
landnámstíð; svo var víðar þar, sem líkt stóð á; þannig var á eyr-
unum hjá Núpufelli í Eyjafirði mikill skógur, sbr. Ljósvetningasögu,
20. kap. Eftir því, sem áður er getið, var Vitazgjafi fyrir sunnan Þverá,
á leiðinni inn að Hólum, en sú leið er líklegast að hafi legið suður
og niður að bökkunum á Eyjafjarðará og eftir þeim inn að Kvarnár-
vaði. Langt frá bænum hefir akurinn þó ekki getað verið, því að þau
Sigmundur og Vigdís voru þar á skemmtigöngu, er Glúmur hitti þau.
Samkvæmt þessu hygg ég, að akurinn hafi verið sunnan-til á eyrun-
um, þar sem þeim hallar móti suðvestri; hafi þar, sem sennilegt er,
áður verið skógur, sem ruddur hafi verið, þá hefir þar eflaust verið
frjósamur jarðvegur og akurinn bæði notið vel sólar og haft skjól af
skóginum fyrir norðan hann.
3. Hrísateigur. í Víga-Glúms-sögu, 22. kap., ei skýrt frá stefnuför
Þórarins á Espihóli til Uppsala, og er hann var á heimleiðinni, segir
svo, eins og áður er getið: »Esphælingar riðu yfir ána; sá Glúmr för
þeirra ok ætluðu yfir at Kvarnárvaði«. Þórarinn var kominn yfir Þverá
og var á leiðinni inn að Kvarnárvaði, þegar Glúmur sá för hans;
Glúmur fer svo að hitta hann og Þórarinn heldur áfram, meðan Glúm-
ur er að tala við hann. Milli Þverár og Kvarnárvaðs var ekki nema
stutt bæjarleið og mikinn hluta af þeirri leið var Þórarinn búinn að
fara, áður en bardaginn á Hrísateigi hófst. Hrísateigur hlýtur því að
hafa verið austan-við Eyjafjarðará hjer um bil á móts við bæinn a
Espihóli eða litlu norðar; þar getur vel hafa verið slægjuland nokkuð
hrísi vaxið, sbr. orð Glúms: »Harðslægur var Hrísateigur nú í dag«.
Húskarlinn á Espihóli, sem kom til bardagans, hefir getað séð glöggt
heimanað, hvað gjörðist á Hrísateigi, og átt hægt með að komast
yfir þangað á Kvarnárvaði.