Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 60
60 Að vestanverðu við sveitina er Hvammsheiði (5); hún er breið- ari norðan-til, en mjókkar er sunnar dregur og myndar þá hæð eða hrygg. Suður aí henni er Geitafellshnjúkur (6) og er hann bæði hár og brattur. Syðst í hverfinu er allstórt vatn, sem Langavatn (7) heitir; í það rennur að sunnan Geitafellsá (8) og úr því fellur aftur Reykjakvísl (9) og rennur hún norður vestan við sveitina; en vestan við Holta- kot beygir hún til austurs og rennur þar í gljúfrum [»Holtakotsgljúf- ur« (10)]. Síðan koma margar ársprænur í hana austan-úr Hverfinu og heitir hún eftir það Mýrarkvísl (11). í miðri sveitinni eru hverir nokkrir. Nafnkenndastur af þeim er Uxahver1) (12). Hans er getið víða í ferðabókum og landslýsingum. Gaus hann mjög hátt hér áður, en er nú næstum því hættur gosum (gýs 3-4 fet). Stærstur af hverunum nú er Yzti-hver (13) eða öðru nafni Baðstofuhver (14). Hann gýs feiknahátt (ea. 30—40 fet), en gosin eru strjál og líður stundum langt á milli þeirra. Hverinn breytt- ist mikið við það, að ræsi var grafið úr honum, og uxu þá gosin að miklum mun. — Sagnir eru um það, að hverinn hafi komið upp í horni á baðstofu á hæ og hafi því orðið að flytja hana. En hitt er miklu líklegra, að þar hafi verið baðhús, og fornmenn hafi fengið sér þar heit gufuböð. Var það óvíða þægilegra. Þá er Syðstihver (15); hann gýs lítið sem ekkert. Rétt hjá honum er Kaffihver (16), mikið notaður til brauðbaksturs o. fl. — Strokkur (17) er rétt hjá Yztahver og gýs dálítið. LJr lækjum þeim, sem úr hverunum renna (o. fl. lækjum), mynd- ast á, sem heitir Helgá2) (18). Hún er volg langt út-eftir, og rýkur úr henni, þegar frost er og heiðríkt. — Syðst í henni er hver, sem Strútshver (19) heitir; er sagt að hann heiti svo, vegna þess að hund- ur hafi lent í hann og soðist þar sundur. Utar í ánni (rétt fyrir sunn- an Reyki) er Þvottahver (20); hann er mjög mikió notaður til þvotta o. fl. Helgáin rennur í Kvíslina rétt neðan við Gljúfrin. Skammt þar utan við rennur Þveráin (21) í hana; hún kemur ofan-úr heiði og hefir aðrennsli sitt aðallega frá Lambafjöllunum (22). Þá kemur Skógaáin (23) næst í Kvíslina og kemur hún líka austan úr heiði, hefir upptök sín í svo-kölluðum Botnum (24). Þá er Einaisstaðagróf (25), sem er mjög vatnslítil vanalega. Svo Syðri- og Ytri-Skarðagróf 1) Nafnið er talið þannig til komið, að endur fyrir löngu hafi uxi einn lent i hverinn og soðnað þar sundur í mauk. 2) Sögn er til um það, að í fyrndinni hafi Helgá verið vatnsfall mikið og illt yfirferðar; var þá prestur einn fenginn til að blessa yfir henni og hafi hún þá tekið sönsum og orðið svo lítil sem hún er!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.