Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 65
65
Botnar (159) heita þar sem Skógáin sprettur upp (öll í einu lagi);
þar skammt frá er Grýluhóll (160) melhóll all-hár og utan-við hann
er Illa-Sandhœð (161).
Sunnan-við Skóga er mikið af graslendis-móum og svo hálf-
deigjum ofan-til. Er þetta stykki allt nefnt Stórimór (162) og er slegið.
Sunnan- og ofan-við bæinn er mýrarsund, sem Oddsund (163) heitir,
og þar skammt frá er Steinamýri (164).
Með fram mýrarkvíslinni, sem rennur skammt neðan-við Skóga,
eru há björg víða. Þar eru tveir hvammar að austan: Helguhvammur
(165) og Gloppa (166) og pallar eru þar djúpir í ánni og hyljir, er
lax gengur í og er veiddur þar á sumrum. Heita þeir: Hellupollur
(167), Stekkjarpollur (168), Stokkhylur (169), Voðhylur (170), Nafar (171),
Langur (172) og Ármóti (173). — Eru þá upptalin örnefni í Skógalandi.
V. Heiðarbót
er skammt sunnan-við Dýjakot, neðan-við Stöplana. í túninu eru
nokkrir hólar. Rétt utan-við bæinn er Kirkjuhóll (174); þar hefir
verið kirkja eða bænahús til forna og sér enn fyrir leiðum þar í
kring. Skammt þar utan- og austan-við er hóll, er heitir Arn-
björn (175), og beint út-frá bænum er annar hóll, er heitir Þorkell
(176). Hólar þessir eru brattir, og þó litlir um sig, og eru það munn-
mæli, að þar séu heygðir tveir fornmenn. Um Þorkel er sagt, að
hann hafi verið heygður í skipi. Munnmæli eru einnig um það, að
grafa hafi átt í þessa hóla, en þá hafi mönum átt að sýnast bærinn
standa í björtu báli. — Sér glögglega fyrir því, að grafið hefir verið
í hólana, en of grunnt til þess, að það hefði nokkra þýðingu til rannsókn-
ar. — Suður-við ána (Þverá), í túnjaðrinum, er Kerlingarbarð (177).
Örlítið holt, rétt neðan-við túnið, heitir Axarfar (178), og nokkru
utar er Vörðuhóll (179); Stekkjarholt (180) þar út- og vestur-af, og
Grafarholt (181), nokkru ofar. Reiðholt (182) heitir út-með Stöplun-
um, og lengra út-með þeim niðri í mýrinni er Einbúi (183) all-hár
hóll, viði vaxinn. Þar niður-af Þverárleiti (184) og sunnan-við það
Leitisholl (185), Fitjarholt (186) og Gotholt (187).
Engjastykki, sem heyrir undir Þverá nú orðið, utan-við ána,
kallast Teigur (188); er það all-stórt. í því eru Teighólar (189).
Breiða (190) heitir mýrarstykki þar sunnan- og neðan-við, nær niður-
með ánni. Þá heitir Kolbeinsmór nokkuð neðan-við Teiginn; er
hann stór og vel grasgefinn (partur af honum liggur í Skóga-
landi; áður talinn, 133). Nokkru ofar er Gíslamór (191) og Kaupa-
hvammur (192) er þar sem vegurinn liggur suður-yfir Þverána.
í Stöplunum eru þessar hvylftir í framhaldi af þeim, sem taldar eru í
5