Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 66
66 Skógalandi: Yzt Grjótklauf (193), þá Viðirklauf (194), þar sem nýja réttin er. Hún er öll byggð að vetrarlagi (veturinn 1921—22) og hlaðin úr grjóti. — Þá er Ferðamannaklauf (195), rétt ofan-við bæinn Heiðarbót; þar liggur vegurinn upp, norður yfir Reykja- heiði. Ofan-við Stöplana, beint upp-af Bót, er mýrlendi nokkurt; heita þar Sund (196), og ofan-við þau Sundshólar (197). — Bótargil (198) heitir þar sem Þveráin kemur ofan-úr heiðinni; er þar djúpt og viði vaxið víða. Stórhóll (199) er hár melhóll upp-með gilinu. VI. Örnefni í Þverár-landi. Þverá á land á Hvammsheiði, og er það töluvert stórt og gott beitiland. Tel ég fyrst upp örnefni þau, sem þar eru. Á merkjunum að norðan (á mótsvið Skörð) er írhóll (200) og sunnan-við hann liggur breið lág grasi vaxin (frá suðvestri til norð- austurs) er heitir hadalur (201). Suður af botni íradals er Skarðás (202) og suðaustur af honum er Hundaþúfuás (203); suðaustan við hann er Gatnaás (204) og á Þverá vestur á hann. Suðaustur af Hundaþúfuás er Lómatjarnarás (205) og vestan-við hann syðst er Lómatjörn (206). Sunnan-við íradalinn Iiggja Ytri- og Syðri-Skarðalág (207—8) á ská frá suðvestri til norðausturs. Nokkuð langt suður-með Kvísl- inni er brött grasbrekka, er Helgubrekka (209) heitir. Sunnan-við hana eru Brúarmelar (210); þar er trébrú gömul austur-yfir Kvíslina. — En sunnan-við þá eru Þverár-eyrar (211), sléttar grundir með fram Kvísl- inni. Vestan-við þær er fornt eyðibýli, sem Litla-Þverá (212) heitir, og sér þar fyrir tóftarbrotum. í Kvíslar-gljúfrunum heitir stærsta gras- brekkan (að norðan) Gljúfratorfa (213). Norðaustan við Kvíslina og Helgána, en sunnan-við Þverána, heitir Fótur (214) og nær hann til suðausturs að línu, sem dregin er frá Þverártúni suðvestur í Helgá, við norðvesturhorn Þverárengja. í Fætinum eru þessi örnefni: Yzt er Fótartá (215); rétt sunnan-við hana Laxanes (216), við Kvíslarbrúna. Stekkjarhvammur (217) heitir þar beint á móti, við Þverána. Þá er Melhvammur (218), sunnar með Þveránni, og skammt austan við hann Bótarstekkseyri (219). Austur-af henni nokkrir hólmar, sem heita Líkhólmar (220), því hjá þeim staðnæmdist lík af manni, er drukknaði í Þveránni um 1890, og er það eini maðurinn, sem drukknað hefir i ánni, svo sögur fari af. Var hann að fara yfir hana uppi hjá Heiðarbót og var hún í hroða- vexti, en stórgrýtt og straumhörð. Skall hesturinn um með manninn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.