Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 66
66
Skógalandi: Yzt Grjótklauf (193), þá Viðirklauf (194), þar sem nýja
réttin er. Hún er öll byggð að vetrarlagi (veturinn 1921—22) og
hlaðin úr grjóti. — Þá er Ferðamannaklauf (195), rétt ofan-við
bæinn Heiðarbót; þar liggur vegurinn upp, norður yfir Reykja-
heiði.
Ofan-við Stöplana, beint upp-af Bót, er mýrlendi nokkurt; heita
þar Sund (196), og ofan-við þau Sundshólar (197). — Bótargil (198)
heitir þar sem Þveráin kemur ofan-úr heiðinni; er þar djúpt og viði
vaxið víða. Stórhóll (199) er hár melhóll upp-með gilinu.
VI. Örnefni í Þverár-landi.
Þverá á land á Hvammsheiði, og er það töluvert stórt og gott
beitiland. Tel ég fyrst upp örnefni þau, sem þar eru.
Á merkjunum að norðan (á mótsvið Skörð) er írhóll (200) og
sunnan-við hann liggur breið lág grasi vaxin (frá suðvestri til norð-
austurs) er heitir hadalur (201). Suður af botni íradals er Skarðás
(202) og suðaustur af honum er Hundaþúfuás (203); suðaustan við
hann er Gatnaás (204) og á Þverá vestur á hann. Suðaustur af
Hundaþúfuás er Lómatjarnarás (205) og vestan-við hann syðst er
Lómatjörn (206).
Sunnan-við íradalinn Iiggja Ytri- og Syðri-Skarðalág (207—8)
á ská frá suðvestri til norðausturs. Nokkuð langt suður-með Kvísl-
inni er brött grasbrekka, er Helgubrekka (209) heitir. Sunnan-við hana
eru Brúarmelar (210); þar er trébrú gömul austur-yfir Kvíslina. — En
sunnan-við þá eru Þverár-eyrar (211), sléttar grundir með fram Kvísl-
inni. Vestan-við þær er fornt eyðibýli, sem Litla-Þverá (212) heitir,
og sér þar fyrir tóftarbrotum. í Kvíslar-gljúfrunum heitir stærsta gras-
brekkan (að norðan) Gljúfratorfa (213).
Norðaustan við Kvíslina og Helgána, en sunnan-við Þverána,
heitir Fótur (214) og nær hann til suðausturs að línu, sem dregin
er frá Þverártúni suðvestur í Helgá, við norðvesturhorn Þverárengja.
í Fætinum eru þessi örnefni: Yzt er Fótartá (215); rétt sunnan-við
hana Laxanes (216), við Kvíslarbrúna. Stekkjarhvammur (217) heitir
þar beint á móti, við Þverána. Þá er Melhvammur (218), sunnar
með Þveránni, og skammt austan við hann Bótarstekkseyri (219).
Austur-af henni nokkrir hólmar, sem heita Líkhólmar (220), því hjá
þeim staðnæmdist lík af manni, er drukknaði í Þveránni um 1890, og
er það eini maðurinn, sem drukknað hefir i ánni, svo sögur fari af.
Var hann að fara yfir hana uppi hjá Heiðarbót og var hún í hroða-
vexti, en stórgrýtt og straumhörð. Skall hesturinn um með manninn