Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 67
67
og var kennt um langsekk, er hann hafði undir sér. Nú er brú á
ánni rétt ofan-við bæinn á Þverá.
Rúmt steinsnar suðvestur af eyrinni (Bótarstekkseyri) er Langi-
melur (221); vestan-við hann, en austan-við Kvísl og Helgá, er Gras-
mór (222); austur-af honum er Pollaruna (223), grasgeiri er nær
upp undir tún. Utan-við Grasmóinn er í Kvíslinni Laxhólmi (224). —
Fit (225) heitir neðan-við Þverártúnið; suðvestur af henni er Háholt
(226) og austur af því er Barnalág (227), sem liggur austur móinn. —
Austan-við hana tekur við Reiðingalág (228) og liggur hún í krók-
um til suðausturs; þar skammt frá er Stekkjargrund (229), og Kví-
holt (230) norðvestar. — Þá er Lœkjarlaut (231) og norður af henni
Mýraenni (232), og við Þverána Brúarhuammur (233).
Upp frá bænum á Þverá er töluvert einkennilegt landslag;
liggja þar margir ásar út og suður og mýrarsund á milli þeirra, sem
sum eru slegin. Heita ásarnir og dalirnir þetta, talið frá vestri til
austurs: Torfdalsás (234) og Torfdalur (235); þá Nónás (236) og
Nóndalur (237), Mýrdalsás (238) og Mýrdalur (239), Miðdegisdalsás
(240) og Miðdegisdalur (241), Lækjardalsás (242) og Lækjardal-
ur (243). — Norðan-við Nónás, og dalina og ásana austur að Lækjar-
dal, er Nónmýri (244), með fram Þveránni, og norðan-við Lækjardal
er Rani (245); austan-við hann er Stórhóll (246), hár melhóll.
Nokkuð sunnan-við Barnalág gengur Langimór (247) úr mólend-
inu suður í mýrarnar. — Sunnan-við hann eru Þórðartóftarmóar (248),
en vestan-við þá Steinholt (249). Austast í þeim mó er Þórðartóftar-
hœð (250) og austan-við hana Flói (251) í mýrunum. Suðvestur-af
Steinholti er við Helgána Votihvammur (252) og rennur Merkigróf
(253) í ána rétt sunnan-við hann; er hún skammt fyrir utan merki-
girðingu þá, sem nú er á milli Þverár-lands og Holtakots að sunnan.
Rétt sunnan- og vestan-við Reiðingalág eru Torfholt (254).
Austur-af þeim en suðaustur-af Stekkjargrund eru Höll (255) og
sunnan-við þau, suður með fjallinu, er fornt eyðibýli er heitir Vik-
ingsstaðir (256); sér þar vel fyrir túnstæðinu og tóttarbrotum. Hefir
þar verið byggt fyrir 1700. — Ofan-við í brekkunni eru Víkingsstaða-
hólar (257). — Nokkru sunnar er Grœnabrekka (258), nokkuð brött,
með dýjaveitum neðan-til.
Austan-við HöIIin eru svo-kallaðar Háumýrar (259) og á þeim
Efra- og Neðra-Vörðuholt (260). Suður-af Háumýrum, neðan-til, geng-
ur Kriki (261) suður í Reykjafjallið, og Gráuflesjur (262) suður-af
honum. En frá Háumýrum austan-til gengur Hryggur (263) (ásrani)
5*