Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 68
68
suður í fjallið, en austan-við hann heitir Kverk (264), grasi vax-
in hvylft.
Austan-við Lækjardalsá syðst er Vallmór (265), en skammt
sunnan-við hann Sjónarhóll (266); þá Ytri- og Syöri-Skarðshóll
(267—68), en á milli þeirra og Sjónarhóls er Glerhóll (269), en austan-
við þessa fjóra hóla er Skarð (270), milli Bótarfjalls (271) og Reykja-
fjallsins. — í Skarðinu er Ausiari- og Vestari-Skarðsmýri (272—273),
og svo heitir þar einnig Bali (274), sléttur grasflötur.
VII. Holtakots-land
er eigi sérlega stórt; það liggur aðallega vestan Helgár, en á þó
stykki í Reykjafjalli.
Engjastykki út með ánni, rétt út frá túninu, er kallað Holtakots-
nes (275). Út- og vestur-frá bænum er áshryggur með hárri hnútu á,
er heitir Strilla (276). Vestan-við hana er all-djúp lág, er liggur norð-
austur í Helgá; er hún kölluð Almannagjá (277), og syðsti hluti henn-
ar heitir Almannagjárdrag (278). — Ekki veit ég hvers vegna lágin
heitir þetta, nema vegur hafi legið eftir henni til forna, en heldur er
það ólíklegt.
Utan-við Nesið er viði vaxið holt: Þverás (279), og neðan-við
»GIjúfrin«, þar sem Helgáin og Reykjakvísl koma saman, er Árnatangi
(280), grasi vaxinn. Sunnan-við bæinn er Holtakots-Flóinn (281); er
hann áfastur við Reykjaflóann að sunnan. Vestur með holtunum
norðan-við Flóann heita Tengur (282), vik, sem ganga norður í holtin.
— Nokkuð vestan-við Holtakot gengur ás út frá Flóanum alla leið
norður að Gljúfrum og heitir Sigurðarhœð (283), en beint suður, í
framhaldi af henni, er Flóaás (284), sem er á milli Holtakots-flóans
að austan og Vestariflóa (285), sem er all-stór mýrarfláki; vestast í
honum er Litli-Kjóhóll (286), og vestur-við Kvíslina er Holtakots-
stekkur (287).
Austan-við Helgána heitir Partur (288), bithagi neðan-við fjalls-
ræturnar. Uppi í miðju fjallinu er Dýjahjalli (289), og uppi á brún-
inni yzt er Merkivarða (290), við girðingarhornið; nokkru sunnar eru
Ytri- og Syðri-Bogavarða (291—92), og á Holtakot í syðri vörð-
una. — Þarna á brúninni hafa verið lagðir tófubogar fyr meir og
veitt í þá. Er sú aðferð nú að leggjast niður að heita má hér um
slóðir, enda hefir hún að mörgu leyti verið ómannúðleg og dýrin
þurft að kveljast' lengi áður en vitjað var um bogann.
VIII. Örnefni í Reykja-landi.
Reykir hafa að öllum líkindum verið byggðir síðan í fornöld. Bæirnir
eru nú tveir og heita Stóru- og Litlu-Reykir; voru Litlu-Reykir