Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 84
84
við vatnið og í gegnum hraunið þar fyrir vestan, sem sumir kaila
Námshraun, en aðrir Dómadalshraun og hygg ég það nafn réttara.
Vestarlega í hrauninu er stór steinn við veginn, norðanmegin, sem
heitir Skiftisteinn. Þar er skift í leitir við söfnun einn daginn (2. dag-
inn). Vestan-við hraunið er stór dæld, sem heitir Dómadalur og
nyrzt í honum er Dómadalsvatn. Sögn er um það, að í Dómadal
hafi verið kveðinn upp dómur á milli Skaftfellinga og Rangæinga
um framfærsluskyldu barns og dalurinn fengið nafn af því. Hann er
nálægt miðja vega á milli byggða. Dómadalsháls heitir þegar komið
er upp úr dalnum að vestan. Suður-af honum eru tvö há fjöll, sem
heita Mógilshöfðar, en venjulega kallaðir Stór-Höfði, sá nyrðri, og
Litli-Höfði, sá syðri. Á milli þeirra er Klukkugil og Klukkugilsfit niður-
af, niður með Klukkugilskvisl, sem rennur í Helliskvísl, er síðar verð-
ur nefnd. Nokkuð suður-af Litla-Höfða er Markarfljót; það á upptök
sín í Torfajökli vestanverðum. Er að eins mjór hryggur á milli upp-
taka þess og Litlu-Hamragilskvíslar-botnsins. Fljótið rennur fyrst lengi
i vestur, þangað til það beygir í suður austan-við Laufafell á Rangár-
vallaafrétti. Svæðið beggjamegin fljótsins á meðan það rennur á Land-
mannaaíiétti heitir Reykjadalir, en greint í Austur- og Vestur-dali.
Draga þeir nafn af hverum, sem taldir eru vera óteljandi á þessu
svæði. Vera má að það sé ýkt, en einn mann veit ég hafa talið þar
60 hverareyki í einu, en ólíklegt að hann hafi getað séð þá alla. —
Skammt vestur-af upptökum Markarfljóts og norðanmegin við það er
mjög stór hver, sem heitir Stórihver. Nokkuð fyrir sunnan það, suður
með jökulröndinni, er hver, sem hefir mjög hátt. Hann hefir Ólafur
Jóhannesson frá Koti nefnt Hvinanda. Þar suður-af, við Jökulhornið,
er varða, sem Jón Hannesson, bóndi í Húsagarði, hefir hlaðið og sem
vel mætti nefna Jónsvörðu. Er hún á enda smalaleiðar til suðurs,
þegar Reykjadalir eru smalaðir. Frá henni sézt til suðurs yfir mikið
af Rangárvalla- og Fljótshlíðar-afréttum. Nokkuð vestur- og norður-
af vörðunni er mjög þykkt og úfið hraun, sem liggur að Markar-
fljóti; það heitir Hrafntinnuhraun, enda er það mjög hrafntinnuborið.
Að því ná Austur-Dalir, en Vestur-Dalir taka við fyrir vestan hraunið,
vestur á móts við Laufafell. Allar kvíslar í Reykjadölum falla í
Markarfljót, nema vestasta kvíslin, hún fellur í Helliskvísl og er kölluð
Dalakvísl. Vestur-við hana er hátt fjall, sem heitir Rauðufossafjall.
Sunnan-undir því er Blautakvísl, sem fellur í Markarfljót. Er talið að
hún skifti afréttum Rangvellinga og Landmanna það sem hún nær.
garði. — Sumir segja þessa menn úr Landeyjum, og að þeir hafi verið 3, en
aðrir segja 7, og 2 af þeím bræður.