Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 86
86
fram á siðustu ár, að pollurinn geymdi eitthvað óhreint og fjallmenn
varaðir við að fara niður að honum, þó þeim sýndist þar kindur,
því það væri að eins skynvilla, eða sjónhverfing frá þeim sem í vatn-
inu byggi; á þetta að vera byggt á reynzlu liðinna kynslóða. Ég
veit ekki til, að þar hafi sézt kindur í síðastliðin 30—40 ár, enda er
þar gróðurlaust með öllu. í vestur af Ljóta-Polli er Tjörfafell, — hátt
fell, algróið að heita má. Norðan-undir því er smápollur nafnlaus.
Nokkur smáfell eða hnúkar norður-af Tjörfafelli eru einu nafni nefndir
Hnausar; vestan-við þá er Eskihlíðarvatn, og grasi gróin hlíð vestan-
við það heitir Eskihlíö; hnúkarnir norður-af henni eru nefndir Eski-
hlíðarhnausar. Suður-af Eskihlíð, en norður- og vestur-af Dómadal,
er grasi gróin ölduþyrping eða smáfjöll, sem heita einu nafni Lifra-
fjöll; í þeim miðjum er Lifrafjallavatn. Vestan-við Lifrafjöll er kon-
ungur fjallanna á Landmannaafrétti, Löðmundur, — svo hefir hann
verið nefndur mann fram af manni í Landsveit. Á landabréfum er
hann nefndur Loðmundur, en það nafn hefir aldrei orðið lifandi á
vörum fólksins. Ég hygg að málvenjan sé réttari og nafnið stafi af
þokulöðri, sem oft er á fjallinu, þó eigi sé á öðrum fjöllum. — Stór
hvylft gengur inn í fjallið að suðaustanverðu, sem heitir Skál, og
Skálartindur, tindurinn austan-við hvylftina. Einstigi liggur úr Skál
að vestan upp á fjallið, sem heitir Tœpiskógur. Nálægt miðri suður-
hlið fjallsins, fyrir vestan Skál er bratt gil, ekki djúpt, sem heitir
Egilsgil. Er mælt, að í því hafi hrapað maður, er Egill hét. Sunnan-
undir Löðmundi er Löðmundarvatn; úr því fellur Hellískvisl. Vestan-
við vatnið og norðan-við kvíslina er Hellisfjall; sunnan-í því er
Landmannahellir, sem bæði fjallið og kvislin draga nafn af. Hellir-
inn er eins konar miðpunktur fjallssafnsmanna; hann er nærri miðju
afréttarins, í honum er skýli fyrir um 70 hesta og þar í kring eru
mestir hestahagar, enda er þar legið í 4 nætur. Héraðið kringum
Landmannahelli er einu nafni nefnt Kringla. Við hellirinn er sæluhús,
byggt eftir síðustu aldamót, af fjallvegafé. Áður var smákofi í
hellismunnanum, en var rifinn þegar sæluhúsið var byggt. — Ein-
hverjir þóttust hafa orðið reimleika varir í kofanum og átti hann að
stafa frá manninum, sem hrapaði í Egilsgili, en hans hefir ekki orðið
vart síðan kofinn var rifinn. — Beint á móti Landmannahelli, en
sunnan-við kvíslina og veginn, er Sáta. Hún líkist mjög sættri hey-
sátu að lögun, séð frá hellinum. Þar, sem hún er hæst, er hádegi frá
hellinum. Austurhlið Sátu er nefnd Langasáta. Sunnan-við Sátu er
smáalda stök, sem er nefnd Sátubarn. í vestur-útsuður frá Land-
mannahelli og fyrir norðan Helliskvísl eru 4 keilumynduð fjöll, sem
mynda hring; þau eru einu nafni nefnd Sauðleysur. í hringnum er