Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 87
87 stöðuvatn, sem nefnt er eftir fjöllunum, Sauðleysuvatn. Norður-af Sauðleysum er strýtumyndað fja.ll, nærri gróðurlaust, sem heitir Hrafnabjörg. Sunnan-undir því er Hrafnabjargavatn. Skarðið á milli Sauðleysu og Hrafnabjarga heitir Lambaskarð. — Aðalgosið frá 1913 kom úr öldu vestan-við Skarðið; hraunið, sem þá kom, rann yfir all- stórar grasflesjur þar fyrir neðan, sem hétu Lambafit. Þar var lamba- rekstrum áð á vorin og reknir í gegnum skarðið beinustu leið í Löð- mund. Helliskvísl rann fyrir gosið gegnum Lambafit, en þegar hraunið flæddi þar yfir, rann kvíslin að því og myndaði þar stöðuvatn eða lón, en nú er hún búin að fylla það með aur og rennur nú vestur- yfir hraunið og myndar þar lón; að líkindum fyllist það einnig með tímanum, svo kvíslin kemst sína fornu leið í Tungnaá. Á milli Hrafna- bjarga og Löðmundar er Herbjarnarfell. Herbjarnarfellsvatn er sunnan-undir því. Dæld er norðan-undir Herbjarnarfelli, kalla sumir hana Laufdal, en Laufdalsskarð heitir skarðið vestur-úr dældinni norðan-undir Hrafnabjörgum. Norðan-við Löðmund er ölduþyrping, all-vel grasi gróin, sem heitir einu nafni Dyngjur. Skarið á milli þeirra að austan og Eskihlíðar heitir Dyngjuskarð. Dyngjur ná þaðan að Laufdalsskarði. Skeifumynduð hvylft gengur inn í Dyngjur að norð- an á móts við áðurnefnda dæld, kalla sumir hana Laufdal og vatnið, sem í hvylftinni er, Laufdalsvatn, en klettabeltið efst í brúninni, ber öllum saman um að heiti Laufdalseggjar. Norður-af Dyngjum taka við „HrauninNá þau alla leið frá Dyngjum að Tungnaá og niður með Þjórsá að Rangárbotnum. Innarlega á þeim, á móts við Dyngju- skarð, er ofurlítið fell eða alda, sem líkist hól tilsýndar og heitir Einbúi. í vestur af honum er all-hátt fell, en lítið um sig, sem heitir Melfell. Litla-Melfell er nefnt, en mönnum ber ekki saman um hvar það er. Telja sumir það grjótöldur norður-af Melfelli, en aðrir segja það vera hnaus eða litið fell norðan-við Dyngjur, og hygg ég það réttara. í austur-Iandnorður af Einbúa er Tungnaárfell; það er í Tungnaá. Norður-af því, með ánni, er Tungnaárkrókur — þar er skarpur krókur á ánni —. Löng lág alda liggur frá Tungnaá, skammt fyrir vestan »Krókinn« og vestur fyrir Melfell; heitir Sigalda. Norðan- við hana hefir landið sigið mikið og er ekki ólíklegt, að sá, sem gaf öldunni nafn, hafi tekið eftir því. Þegar kemur út fyrir Sigöldu taka við Hrauneyjar; svo er nefnt bæði eyjar í ánni og graslendi sunnan- Adð hana, enda er það graslendi með gömlum kvíslafarvegum. Aust- asta grasflesjan þar með ánni heitir Sigölduver. í vestur af því er Hrauneyjafell — stakt fell á hrauninu —. í norður af því er hár foss í ánni, sem heitir Hrauneyjafoss. Kvísl fellur úr ánni ofan-við fossinn og myndast þá stór eyja í henni; er hún kölluð Hrauneyja-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.