Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 90
90 grjótalda með vörðu. Varða þessi heitir Bóndauarða1). Skammt austur-af Blautukvíslarbotni er lítil alda með rauðleitu klettabelti efst; hún heitir Hattur; skammt í landsuður þaðan eru 2 vörður, sem heita Karl og Kerling; í sömu stefnu frá Hatti er skarð í ölduhryggn- um, til hægri handar, sem heitir Vatnaskarð. Farið er þannig frá Bjöllum, að Bóndavarða er á hægri hönd, — farið alveg hjá henni —, en Karl og Kerling á vinstri, og þegar þau bera í Hatt, er beygt í Vatnaskarð, sem þá er opið á nægri hönd. Áður var vað á Tungnaá á Tungnaárkróki, sem hét Kvíslavað og var þá farið fyrir norðan Blautukvísl, sunnan-við Hatt, hjá Karli og Kerlingu, beint í »Skarðið«. Vörður þessar hafa staðið frá ómunatíð og er sagt að þær hafi verið hlaðnar til að vísa veg frá Hatti i »Skarðið« í vondu veðri. — Þeg- ar komið er ofan-úr Vatnaskarði, er komið að Vatnakvísl, farið yfir hana og svo inn með henni um stund, yfir Kvíslarvatnskvisl, fám föðmum áður en hún fellur í Vatnakvísl og svo eftir skýrum götum að veiðimannakofanum við Tjaldvatn. Veiðimenn, sem venjulega eru kallaðir vatnamenn eða vatnakarlar, kalla kofa sinn Tjarnarkot. Nokkuð fyrir vestan kofann er ofurlítill kriki úr Tjaldvatni, sem farið er yfir, þegar að framan er komið; hann heitir Vöðull. Skammt fyrir austan kofann kemur upp smálækur, sem rennur í Tjaldvatn; fyrir honum miðjum að vestan er tótt, sem kölluð er Suðurlandskofinn. Þann kofa hafði átt veiðifélag af Suðurlandinu. Önnur tótt er við lækjarbotninn, sem heitir Hliðarendakofi; segir sagan, að Vigfús sýslu- maður Þórarinsson á Hlíðarenda hafi gjört út til Veiðivatna og átt kofa þarna. Vestan við lækjarbotninn er Ampahóll. Fékk hann nafn af því, að Arnbjörn Guðbrandsson frá Króktúni á Landi flutti sig búferlum inn að »Vötnum« 1880 og hugði til búskapar þar, en efni voru lítil og aðdrættir þeim mun erfiðari. Gróf hann sig inn í hól þennan og sést enn skútinn með rúmbálka og forskála. Eigi var búskapur þessi lengri en frá miðsumri fram yfir veturnætur; var kona hans þá orðin mjög aðþrengd af kulda og illri aðbúð og hann búinn að fá skyrbjúg. Fæði höfðu þau lítið annað en silung. Enn sjást og fleiri merki eftir búskapinn: silungakrær fyrir neðan kofa- dyrnar, heygarður, sem nú er notaður fyrir rétt og herzlubyrgi þar norður á klöppunum, borghlaðið úr hraunhellum. Eigi höfðu þau annað af skepnum en 3 hross. Heyskap sóttu þau í Breiðaver og út á Kvislar hjá Kvíslavaði, 3 klukkutíma lestagang hvora leið. Talið 1) Varðan er byggð um eða rétt eftir síðustu aldamót og kennd við Guðna bónda Jónsson í Skarði. Guðni var í vatnaferðum oft nefndur »bónd- inn« i gamni.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.