Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 35
39 mun fleiri, sem nafn bæjarins er styttra og svo sem þau áhrif stækka, sem ábúendur annarra jarða hafa á nafngiftirnar í landi jarðarinnar. En þessi áhrif eru þeim mun meiri, sem jörðin er minni og býlið ómerkilegra, og land hennar minna einangrað og aðskilið frá landi annarra jarða, og mest eru þau þar, sem jörð er komin í eyði, því að þar ráða nábúarnir einir öllum nafngiftum. í landi Reykhóla eru talin um 200 örnefni, en meðal þeirra aðeins 3 nöfn, sem eru dregin af nafni bæjarins: Reykhólaeyjar, Reykhóla- hverir og Reykhólastekkur. Tvö fyrstu nöfnin taka yfir marga eyja- klasa og mörg hverastæði, sem liggja undir jörðina, og eru því tæp- lega kallandi örnefni. Um Reykhólastekk er aðeins sagt, hvar hann hafi verið, svo þar er ekki síður vafasamt, hvort telja eigi nafnið með örnefnunum. En í landi þessarar jarðar hefur fyrrum verið hjáleiga, Grund að nafni, og þarna heitir nú Grundará, Grundardalur, Grund- arfoss, Grundargata, Grundarhjalli, Grundarhryggur, Grundarkrók- ur, Grundartún, Grundarvatn og Grundarvogur. Eg gizka á, að þetta muni vera upp undir helmingur örnefnanna í því landi, sem fylgt hefur þessari hjáleigu, eða jafnvel meira. I örnefnaskrá Gilsstaða í Stein- grímsfirði eru talin 174 nöfn, en ekkert, sem dregið er af nafni bæjar- ins, og ekkert heldur dregið af nafni annars bæjar, sem fyrrum stóð í landi hans og hét Kolbjarnarstaðir. Mönnum er ekki vel við að kenna staði við nöfn af slíkri lengd. En þar sem þessi bær hefur staðið, eru nú 11 örnefni dregin af orðinu kot, sem í vestfirzkum örnefnum merk- ir eyðibýli — Kothlíð, Kotkvísl, Kottún o. s. frv. —. Á þessum Kot- nöfnum má sjá um leið, svo sem og á mörgu öðru, að byggðin hefur ekki hætt að valda miklum breytingum á sviði örnefna, þó að hún væri fallin niður. Áhrif bæjarnafna á örnefni af því tæi, sem nú var greint frá, eiga heima innan takmarka sérhverrar jarðar. Þar fer svo, að þau vilja vera mest, þar sem jarðirnar eru minnstar eða bæirnir horfnir. En með áhrifin út á við, á örnefnin, sem ná út fyrir landareignina, fer öðruvísi. Þau eru að jafnaði því meiri, sem jarðirnar eru stærri og þekktar lengra að. Sveitirnar hafa ekki verið kenndar við kotbæi. Þó að enginn staður í landi Reykhóla sé kallaður Reykhóla-nafni, heitir þó öll sveitin Reykhólasveit. Bæjarnöfnin eru almennt með þeim nöfnum, sem menn þekkja bezt og lengst að. Því er lítil furða, þó að víðast þar, sem gömul nöfn á dölum eða fjörðum hafa týnzt, séu í þeirra stað komin nöfn, sem dregin eru af helztu bæjarnöfnunum á þeim slóðum. Það er og svo, að langflest slík nöfn á dölum, ám og fjöllum, fjörðum og nesjum, sem nokkuð kveður að, eru ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.