Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 19
23 Önundarfirði Selakirkjuból og Selaból, á Ströndum Skjaldabjarnar- vík og Skjaldarvík og í Ófeigsfirði Sýrárdalur og Sýrdalur. Reinald Kristjánsson segist hafa byggt sér hús við sjóinn niður frá Kaldá í Önundarfirði og kallað þar Kaldeyri (en ekki Kaldáreyri — A sjó og landi I, bls. 80). Á sumum þessara dæma má þegar sjá greinilega breytingarnar á merkingu nafnanna, sem fylgja flestum slíkum stytt- ingum. Selkirkjuból er kirkjuból, en hvað er Selaból, er það sama og Sellátur? Það er líka sitt hvað, Litladalshorn og Litlahorn, Kald- áreyri og Kaldeyri, Grýlufosshvolf og Grýluhvolf. I staðinn fyrir dalinn og ána er það nú hornið, sem sagt er að sé lítið, og eyrin, sem talin er köld, og hún Grýla er flutt úr fossinum í hvolfið. 1 hin- um dæmunum er breytingin meinlausari, en eitthvað hefur þó breytzt í öllum. Hinsvegar er í engu þessara dæma — nema ef til vill í Selaból — það ósamræmi milli liðanna í styttu myndunum, að af því mætti leiða, að eitthvað muni hafa raskazt í þeim. Á slíku ósamræmi ber í fremur fáum nöfnum. í landi Hofstaða í Þorskafirði heitir Brenndatjörn, í landi Hóls í Tálknafirði Vetrarengi. Eg tel ósennilegt, að menn hafi brennt tjarnir eða heyjað á vetrum. Þar sem nú er kallað Brenndatjörn, mun áður hafa heitið eitthvað líkt og Brenndahvammstjörn eða Brenndaástjörn, en Vetrarengi hlýt- ur að hafa verið kallað Veturlandaengi. Veturlönd er þar vestra al- gengt nafn á vetrarbeitarlandi. I Trostansfirði heitir bæði Veturlönd og Vetrarvötn, og er auðséð, að hið síðara eru Veturlandavötn. I landi Kaldrananess er á uppdrættinum merkt UrriSaborg. Þetta er ein- kennilegt nafn, en þó auðvelt að skýra það. Því að skammt í frá eru Urriðavötn og Urriðaá, og mun klettaborgin því að réttu hafa heitið Urriðavatnaborg eða Urriðaárborg eða svipað. I stærra vatninu er Urriðaey, að líkindum fyrrum Urriðavatnsey. Líkt er með Silunga- eyri við hlið nafnanna Silungavatn og Silungalœkur í landi Einfætu- gils í Bitru. Það er þar að auki á báðum stöðunum ósennilegt, að bæði vötnin og árnar, sem falla úr þeim, hafi þegar í upphafi verið kennd beint við urriða og silunga, heldur munu vötnin hafa verið kennd við árnar — Urriðaárvótn og Silungalœkjarvatn — eða þá öfugt, en svo verið sleppt miðliðunum. Þannig er ástatt afarvíða. Til dæmis heitir í Mjóafirði í Djúpi Heydalur, Heymýri og Heyrjóður, þó að orðið hey sé annars fágætt í örnefnunum. Þar sem Heydalur er nafn bæði á nokkuð stórum dal og gömlum bæ, en hin nöfnin lítilsháttar örnefni, er það að öllum líkindum elzt þessara nafna. Annars mundi hér vera erfitt að skera úr því. En þannig fer víðast, þar sem ekkert þeirra nafna, sem eiga hlut að, er meiningarlaust..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.