Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 101
103
er, hvers vegna hann fluttist þaðan eða hvenær. í fymdinni var hof
á bænum, og er enn bent á rústir þess. Frá hofrústunum liggur laut
niður að sjó og heitir Goðagangur. Eftir honum var goðunum ,,akað“
til sjávar til þvottar. Enginn veit, hve oft eða við hvaða tækifæri
þetta var gert. I kristnum sið var reist bænhús í Fornu-Lá, þó ekki
á sama stað og hofið, og er einnig bent á þær rústir. Einu sinni
bar svo við, að tröllskessa stóð á Mýrarhyrnu og horfði yfir byggð-
ina. Rak hún þá augun í bænhúsið og fylltist gremju. Tók hún upp
stein mikinn og vildi kasta í bænhúsið. En svo giftusamlega tókst,
að í sama mund var klukkum hringt í bænhúsinu, en við það dró
svo mátt úr hinu heiðna trölli, að bjargið náði ekki bænhúsinu,
heldur féll ofan í fjöruna fyrir austan það. Þar liggur það enn í
beinni stefnu milli Hyrnunnar og bænhúsrústarinnar. En af skess-
unni er það að segja, að henni var svo mikið í mun að sjá, hvort
hún hefði hæft bænhúsið, að hún gleymdi sér og vissi ekki fyrr en
sól var á lofti. Er þar steindrangur mikill og heitir Kerling síðan, er
hana dagaði uppi.
Af munnmælum þessum er sögnin um Goðagang eftirtektarverð-
ust, enda hefur áður verið um hana fjallað.1 Þeirra vegna hvatti
Ólafur prófessor Lárusson mig til ao rannsaka rústimar, og gerði
ég það í júlí 1942. Get ég þess með þakklæti, að Sáttmálasjóður
veitti mér styrk til rannsóknanna, sem þó urðu varla eins ítarlegar
og skyldi. Það kom þó nógsamlega skýrt í ljós, að ,,hofrústin“ er
ekki af hofi, heldur dálitlum kotbæ.
Rústirnar í Fornu-Lá liggja í tungu þeirri, er verður upp frá
Lárvaðli milli merkjaskurðarins milli Króks og Neðri-Lár að austan
og vallargarðsins í Lá að vestan. Bærinn í Neðri-Lá er um það bil
200 m vestur af rústunum, og rennur vatnslítill lækur í alldjúpu
gili milli þeirra og bæjarins. Tungan, sem rústirnar eru í, er að sjá
gamalt tún, mjög þýft. Utsýn er fögur, í suðri gnæfa Mýrarhyma
og Helgrindur, í austri Mælifell og Kistufell, en undir þeim er bær-
inn Skerðingsstaðir og horfist í augu við Lárbæinn yfir Lárvaðal.
I norðri sér út á Breiðafjörð, en í austri er Stöðin, og Kirkjufell
skýtur upp burstinni yfir Stöðvarháls.
1) Ólafur Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi, Reykjavík 1945, bls.
113—115. Rétt þykir bó að geta þess, að hvorki Einar Skúlason né þeir
aðrir, sem ég hitti vestra, vissu til að rústirnar hefðu verið kallaðar
Goðatóttir.