Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 21
25 landi fann eg Kvíslárdalsá í Laugardal í Tálknafirði, Selárdalsá bæði í Arnarfirði og í Súgandafirði og Bessárdalsá í botni Mjóafjarðar. í örnefnaskránni heitir hér Bessadalur og Bessadalsá, Bessadal kallar og Árni Magnússon (Jarðabók VII, bls. 223), en á uppdrættinum heitir þar Bessárdalur og Bessárdalsá. Það getur verið, að nöfn þess- ara dala séu í daglegu tali borin fram Kvísladalur, Seladalur og Bessadalur, eða hafi verið það áður fyrr, en nöfn ánna þá bæði Kvíslá, Selá, Bessá og Kvísladalsá, Seladalsá og Bessadalsá, og þess- um nöfnum svo verið ruglað saman og þannig myndazt Kvíslárdalsá, Selárdalsá og Bessárdalsá, en þetta samt aðeins í sambandi við óglöggan og reikulan framburð á liðnum ar inni í nöfnum. Því að örnefni af umræddri gerð virðast varla vera til á öðru en ám. Það eru reyndar til mörg nöfn mynduð svo sem Bakkavallarbakkar (á Bæ í Króksfirði), Tjarnarnestjörn (á Laugalandi í Reykhólasveit), Fossárfoss (á Barðaströnd), Gilengisgil (í Tálknafirði), Hólhúshóll (í Efstadal í Ögursveit) og Lœkjarskarðslœkur (á Broddanesi), en hér er liðurinn, sem er endurtekinn, upphaflega ekki liður í neinu nafni, þar sem hann stendur fyrr, svo sem er d í KvísláCrdalsá), heldur er hann aðeins sameiginlegt heitið, og er það mikill munur. Þannig eru þar vestra og mynduð nöfn sumra áa, Artunguá (í Reykjarfirði á Hornströndum), Árnesá og Ávíkurá (báðar í Árnes- sveit). Langmest ber í þessum flokki þó á nöfnum stöðuvatna. Eg fann á norðvesturlandi Vatnadalsvatn, Vatnshlíðarvatn, Vatnshvilft- arvatn, Vatnshöfðavatn, Vatnsrásarvatn og Vatnskattavatn, Vatna- hnúkavatn, Vatnalautarvatn og tvö Vatnahvilftarvötn. En eg fann hvergi nokkuð nafn líkt og til dæmis Sandvatnsdalsvatn, sem mundi vera myndað líkt og Kvíslárdalsá, Selárdalsá og Bessárdalsá. Nú er eftir að minnast á þriðju leið til þess að stytta löng örnefni. Það er að klippa aftan af þeim. Þetta er gert miklu minna en að stýfa þau að framan eða fella innan úr þeim, og langmest þar, sem eru nöfn áa og fjalla. Það er þó ekki farið eins að í báðum flokkunum. Nöfn áa, sem eru stytt með þessu móti, fá einatt veika kvenkynsmynd. Þannig eru flest ósamsett áanöfn á Islandi til orðin, svo sem Flóka og Hnefla í stað fyrir Flókadalsá (í Borgarfirði) og Hnefilsdalsá (á Jökul- dal) eða Jökla í staðinn fyrir Jökulsá. Á norðvesturlandi eru mynduð þannig Arnarbýla í Arnarbýlisdal og Penna í Penningsdal, báðar á Barðaströnd, og Korpa, sem fellur hjá Kroppsstöðum í Önundarfirði, sennilega stytt úr Kroppsstaðaá eða Kroppsstaðadalsá. I sama flokki eru þó að líkindum og Drápa í Trostansfirði og Kelda, Spýta og Stegla í Tálknafirði. Kelda er öðru nafni kölluð Keldeyrará, og dalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.