Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 81
85
túnræktarframkvæmdir en víða annars staðar, og þær bæru vott um
óvenjulega elju löngu liðinna bænda þar við túngræðslu og tún-
vernd, jafnframt því að lýsa að nokkru aðferðum þeim, sem mest voru
notaðar. Að vísu hafði verið farið ómildum höndum um margt af
þessu, áður en ég fluttist að Lækjamóti, en þó ekki verr en svo, að
fátt mun hafa verið algjörlega tapað, er máli skipti. Þar sem ég þó,
jafnvel gegn samvizkunnar mótmælum, hef verið mesti skemmdar-
vargurinn, fannst mér skylt að bæta það einhverju. Hef ég því
gert meðfylgjandi kort og neðangreinda lýsingu á hinu forna Lækja-
mótstúni, ásamt húsarústum og túngörðum, allt eins og ég við all-
nána athugun gat rakið þetta, áður en það var eyðilagt með nýrri
tíma ræktunaraðgerðum.
II. LÆKJAMÓTSBÆR HINN FORNI
Frá fyrstu byggð og að minnsta kosti fram á 18. öld stóð Lækja-
mótsbær austast á gamla túninu (sjá túnkortið). Þar er niður-
sökkt mjög, og forblautt mýrardrag lá rétt neðan við bæinn. Útsýni
algjörlega lokað til norðurs og vesturs, en kargaþýfð móarönd
meðfram bæjarkeldunni. Síðar, þegar bærinn var færður, var hann
settur á öldumyndaðan hól vestan til í túninu, og er útsýni þaðan
að heita má um alla landareignina og allan framhluta Víðidals.
Neðangreindar ástæður virðast mér vera fyrir því, að bænum var upp-
haflega valið svo þröngt og óglæsilegt umhverfi:
1. Að þarna var eini staðurinn á harðvellissvæði melajaðarsins,
þar sem unnt var með hægu móti að ná til vatns.
2. Að bærinn var þarna í talsverðu skjóli fyrir aðalkuldaáttinni.
3. Að melajaðarinn norðvestan við bæinn hefur af náttúrunnar
hendi verið greiðfær valllendisbrekka, sem þótt hefur vel fallin til
túns.
Heiti bæjarins, Lækjamót, hefur mörgum, sem koma þar, en lítið
þekkja til, orðið alltorráðin gáta. Það virðist mjög einkennilegt, að
bæ, sem eiginlega engan læk átti annan en forarkeldu, væri valið
sterkeinkennandi nafn. Fyrir kunnugan mann er þó skýringin mjög
nærtæk. Landslagi er svo háttað, að mikill hluti þess vatns, er fellur
til í fjallshlíðinni ofan við bæinn, dregst saman um gróin keldudrög
til mýrarhvolfs þess, er gamli bærinn stóð við. Hefur það þannig,
áður en nútímaskurðir breyttu um framrás þess, komið ofan í mýra-
lægðina frá norðri, austri og suðaustri. Á ýmsum stöðum í hallan-