Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 12
16 ströndum, sem kallað er Svalbarði, að öllum líkindum eftir hinum forna Svalbarða, sem talinn var liggja í hafsbotni. Yzt á Snæfellsnesi er við sjóinn langur og hár bjargveggur, skammt frá alfaraleið sjómanna og þeim illræmdur, og kallaður Svörtuloft. Sama nafnið fann eg bæði í Vestmannaeyjum og á tveim stöðum í Vestfjörðum, í landi Raknadals í Tálknafirði og Staðar í Súgandafirði. Þau eru í alla staði ómerkilegri en Svörtu- loftin á Snæfellsnesi, og má því telja víst, að nafnið sé elzt þar á nesinu. Svörtuloft í Súgandafirði eru þar að auki kölluð öðru nafni Svarthamrar, og það má sjá, að þetta muni vera eldra nafnið. Svart- hamrar er kallað og á tveim öðrum stöðum í Súgandafirði. Ekki langt í frá, í Alftafirði, er bær, sem heitir Svarthamar. En nafnið Svörtuloft er flutt að um langa leið. 011 Svörtuloftin eru við sjóinn eða skammt frá honum, og það munu hafa verið sjómenn, helzt vermenn, sem höfðu það með sér í aðrar sveitir. Líkt getur verið með nafnið Brimnes, sem að sjálf- sögðu er tengt fast við sjóinn. Nafnið er gamalt, notað einnig í Noregi, á Hjaltlandi og Færeyjum, og nefnt þegar í Landnámabók (Brimnesskógar í Skagafirði). Eg þekki 20 Brimnes, dreifð um allar sírendur Islands, 8 þeirra á norðvesturkjálkanum. Þau eru flest í Vestfjörðunum og fáein á Hornströndum og Ströndum. En hvar sem hægt virðist að rekja útbreiðslu annarra nafna, hefur hún tæplega getað farið sjóleið, nema þá stuttan spöl. Bezt má rekja leiðna, sem nafnð Hreggnasi hefur farið. Það virðist vera eingöngu vestlenzkt. Utan norðvesturskagans fann eg það við mynni Langár á Mýrum og á tveim stöðum á Snæfellsnesi, í íjöllunum bæði yzt á nesinu og upp af Helgafellssveit. Eg tel þó víst, að þeir séu fleiri. Hér hamla, eins og víða, stóru eyðurnar í örnefnasöfnunum. Á norð- vesturkjálkanum þekki eg 10 Hreggnasa. Þeir liggja við Breiðafjörð, í Vestfjörðunum og yzt í Djúpi (í Bolungavík og Hesteyrarfirði). Hreggnasinn í landi Hreggstaða á Barðaströnd er kallaður öðru nsíni Hreggnesi, og þessi mynd nafnsins er til að minnsta kosti á 3 öðr- um stöðum þar í nánd (á Barðaströnd og í Tálknafirði). Innarlega við Djúpið, þar sem hvorki virðist vera til Hreggnasi né Hreggnesi, heitir þó á 3 stöðum Hreggnes, og eins á miðjum Ströndum (í Ingólfsfirði, á Krossnesi og í Byrgisvík). Það er auðsætt, að Hreggnes er afbakað úr Hreggnasi eða öllu heldur Hreggnesi. Nafnið Hreggnasi mun vera elzt á Snæfellsnesi, líkt og Svörtuloft. Þar er það nafn á fjöllum, svo sem því hæfir, því að hregg er stormur. Þarna var það og þegar viðurnefni manns, sem var uppi á 10. öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.