Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 80
84 L.ækjamóti 1823, en við búi tekur Sigurður Jónsson, sonur Kristínar, fyrst um eitt ár á parti af jörðinni (Lækjamótskoti), en hinn hlut- ann leigir Ólafur Ásmundsson og Vatnsenda-Rósa. Næsta ár mun svo Sigurður taka við jörðinni og býr þar til 1835, en oft hefur verið húsmennskufólk eða byggð í Lækjamótskoti á þessum tíma. Hjá honum dvaldist og Kristín, móðir hans, sem haft hefur eignarhaldið á jörðinni, að svo miklu leyti sem hún hefur ekki látið hluta af henni til annarra barna sinna. Vorið 1835 flyzt svo Jón, sonur Sigurðar Þórarinssonar bónda í Valdarási, að Lækjamóti, ásamt konu sinni, Steinvöru Skúladóttur stúdents á Stóru-Borg, en Sigurður flyzt þá skömmu síðar að Tittlinga- stöðum. Með kaupsamningi, dags. 13. maí 1840 selur svo fyrr- nefnd Kristín Pétursdóttir Jóni Sigurðssyni hálfa jörðina Lækjamót fyrir 300 spesíur, auk þess sjái hann henni fyrir ókeypis framfærslu til æviloka, hvort heldur hún kjósi hjá honum sjálfum eða hjá Sig" urði syni sínum á Tittlingastöðum. Þá var Kristín 81 árs, en hún mun hafa lifað fram undir 1850 og dó á Lækjamóti. Jón Sigurðsson hefur svo smátt og smátt náð kaupum á hinum helmingi jarðarinn- ar og því verið að mestu lokið 1849, því 18. maí það ár eru þing- lesin landamerki og lögfesta hans fyrir öllu Lækjamóti. Síðustu hundruðin sýnist hann þó samkvæmt kaupbréfum ekki hafa eignazt fyrr en 1861. Jón Sigurðsson dó 1863, og hélt þá Steinvör ekkja hans áfram búskap með aðstoð Sigurðar sonar þeirra hjóna, unz hún dó 1888. Sigurður Jónsson byrjaði sjálfstæðan búskap 1870 á helming jarðarinnar móti móður sinni, en bjó svo á allri jörðinni að henni látinni. Nokkur hluti úr Lækjamóti gekk að erfðum til barna þeirra Jóns og Steinvarar, en Sigurður innleysti þessa smáparta jafnóðum og tækifæri gáfust, og var því lokið 1892. Sigurður átti fyrst Sigríði Ólafsdóttur, bónda á Sveinsstöðum, en síðan Margrétu Eiríksdóttur, Jakobssonar, Snorrasonar prests á Húsafelli. Sigurður dó 1913, en Margrét hélt áfram búi á allri jörðinni til 1917. Börn þeirra Sigurðar og Margrétar, er upp komust, voru þær Guðríður, er giftist Jónatan J. Líndal, bónda á Holtastöðum, og Jónína, er gift- ist Jakob H. Líndal, þáverandi framkvæmdastjóra Ræktunarfélags Norðurlands. Tóku þau við jörðinni til eignar og ábúðar 1917 og hafa búið á Lækjamóti síðan. Ég hefi viljað geta þessara brota úr forsögu Lækjamóts í sam- bandi við eftirfarandi greinargerð um mannvirkjaleifar frá fyrri tím- um, sem þar hafa geymzt fram á síðustu ár. Varð mér það fljótt ljóst, eftir að ég kom að Lækjamóti, að þar væru meiri minjar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.