Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 77
81
Kristínu). Árið 1500 er Lækjamót ásamt fléiri jörðum afhent Teiti
ríka Þorleifssyni (síðar lögmanni í Glaumbæ) að % hlutum, en að
V3 Finnboga lögmanni Jónssyni. Er þetta í afhendingarbréfinu talið
gert til leiðréttingar á arfaskiptum eftir Soffíu Loftsdóttur hins ríka
á Möðruvöllum, en hún hafði átt Árna, son Vatnsfjarðar-Kristínar
og Þorleifs frá Auðbrekku. Teitur var hins vegar sonarsonur Árna og
Soffíu. Út af þessari sameign þeirra Teits og Finnboga á Lækjamóti
sýna fornir dómar, að orðið hefur hin megnasta þræta milli þeirra.
Afleiðingaríkari fyrir Teit og eignarhaldið á Lækjamóti urðu þó
deilur þær, sem hann lenti í við Jón biskup Arason. Honum tókst
á alþingi 1526 að fá Teiti vikið frá lögsögn, en Hrafn Brandsson
kjörinn í hans stað. Síðan gifti biskup Hrafni Þórunni, dóttur sína,
en hann tók svo upp forustuna í áframhaldandi ofsóknum gegn Teiti.
Næsta ár, 1527, gat Hrafn fengið Teit dæmdan til útlegðar og eigna-
sviptingar, skyldu hálfar eignir hans renna til konungs og hálfar
til erfingja. Keypti Hrafn svo konungshlutann, en talið er, að erf-
ingjunum hafi hann litlu eða engu skilað. Þannig komst Lækjamót
í eign Hrafns lögmanns. En svo stóð ekki lengi. Hrafn féll í einvígi
1529. Tók þá Jón biskup Arason undir sig allar eignir Hrafns, sumt
sem erfðatilkall vegna Þórunnar og látins barns þeirra hjóna,
sumt upp í peningalán, er Hrafn hefur fengið hjá biskupi til þess að
útleysa konungshluta Teitseignanna. Er svo að sjá af afhendinga-
bréfi séra Brands Rafnssonar föður Hrafns frá 1530, að Lækjamót
hafi auk annars gengið til þeirrar greiðslu. Var það þar með komið í
biskups eign.
Ekki er mér ljóst, hvernig svo hefur farið um eignarhald á Lækja-
móti eftir aftöku Jóns biskups og sona hans 1550, en hvergi mun
þess getið í jarðaskipta- og jarðasölubréfum biskups, að hann hafi
selt Lækjamót. Hafa þó slík bréf geymzt ærið mörg. Af því má þó
ráða, að jörðin hafi aldrei komizt í konungs eign, að til er bréf frá
1554, þar sem séra Jón Þorleifsson í Vatnsfirði lofar að selja Árna
sýslumanni Gíslasyni á Hlíðarenda jarðir þær á Norðurlandi, sem
hann hafi gert kröfu til, ef hann kunni þær með lögum aftur að fá.
En þær jarðir voru Lækjamót, Stóra-Ásgeirsá og Krossanes, enda
höfðu Lækjamót og Ásgeirsá stöðugt fylgzt að í framangreindum
eigandaskiptahrakningum.
Líður svo fram yfir 1600, að mér er ekki kunnugt um feril Lækja-
móts milli manna, en nokkru eftir aldamótin fer að búa þar vel met-
inn bóndi, Einar Rafnsson að nafni, og kona hans, Signý Guðmunds-
dóttir, bónda í Finnstungu, Gíslasonar, og Guðrúnar Egilsdóttur,