Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 106
108
Met úr blýi, snældusnúður, hálfur sleggjuhaus. Teikning: W. Hansen.
A leaden weiglit, a spindle whorl, half of a stone hammer.
Járnstykki 2, ósérkennileg.
Eirpotturinn er það eina, sem hægt er að tímasetja. Ef ráða má
aldur bæjarins af honum, er hann frá 15.—17. öld. En þar sem
bæjarins er að engu getið í Jarðabók Arna Magnússonar og Páls
Vídalíns rétt eftir 1700, má líklegt telja, að hann hafi verið kom-
inn í eyði alllöngu fyrir þann tíma. Er því leyfilegt að telja bæ
þennan ekki yngri en frá 16. öld og ekki eldri en frá 15. öld, tíma-
bilinu 1450—1550, svo að líkleg ártöl séu nefnd.
Ósagt skal látið, hvort nokkurn tíma hefur verið hof á þessum
stað, og tel ég ekki líklegt, að úr því verði skorið. Sagan um Goða-
gang er einkennileg, en rétt er að benda á, að nafnið er ekki alls
kostar fornlegt. Orðið gangur virðist þarna notað í hlutrænni merk-
ingu, eins og í nútíðarmáli, t. d. gangur í húsi. En þannig er það
aldrei notað í fornum ritum. GoSagöng hefði verið fornlegra.
Að lokinni rannsókn var mokað aftur ofan í bæjarrústirnar.
2. Sandártunga í Þjórsárdal.
Sandártunga lagðist í eyði af vikurfalli úr Heklu í gosinu 1693.1
Segir jarðabókin, að jörðin hafi þá eyðilagzt af ,,svo miklu sand-
falli yfir allt hennar land, að ekki var sauðhagi eftir í landinu, því
heldur meira“.
„Ómögulegt sýnist, að þessi jörð kunni aftur að byggjast, því
að auk áðurnefnds sandfalls og vikurs, sem á hana féll úr Heklu,
þegar hún eyðilagðist, hefur síðan ár eftir ár meir og meir landið
1) Jarðabók Árna og Páls II, bls. 217.