Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 103
105
Framhlið bæjarins í Fornu-Lá hefur snúið móti vestri. Bæjardyr
eru allvíðar, 1 m fremst, en 1,40 m innst. Eru þær allar hellulagðar
og stétt nokkuð fram úr dyrunum. Síðan tekur ,,Goðagangurinn“
við, en hann er í raun og veru ekki annað en gamall, hlykkjóttur
lækjarfarvegur með möl í botni, og eru ekki á honum nein manna-
verk. Úr bæjardyrunum liggja dyr til vinstri handar, 75—85 sm
að breidd, inn í vistarveru, sem ég álít, að hafi verið fjós eða þá
gripahús af einhverju tagi. Dymar eru lagðar stórum hellum, sem
mynda þrep, því að húsinu hallar fram að bæjardyrunum. Breidd
hússins er 2,80 m, lengd 3,75. Veggir allir eru hlaðnir úr grjóti.
Eftir miðju húsinu er eins og básstokkur, og er lengd bása frá vestur-
vegg fram á básstokk 1,25 m. Innst í básunum hafa verið flatar
hellur, en stórir steinar á básstokk. Stórar hellur í flór og ræsi undir,
sem liggur fram í gegnum dymar fram í ræsi það, sem þar er undir.
I SV-horni eru fáar hellur, og hefur aska troðizt þar niður. Á norður-
gafli eru dyr, alflóraðar, og munu kýrnar hafa gengið um þær, og
um þær hefur hey verið borið frá hlöðu eða heystæði, en mjalta-
konur áttu innangengt úr bæjardyrunum.
Til hægri úr bæjardyrunum liggja dyr inn í stærsta húsið á bæn-
um, 85 sm víðar. Stærð hússins er 6,0X2,75 m. I veggjunum
öllum er mikið grjót og á gólfi þykkt lag af ösku (rauðleitri mó-
ösku?). I NA-horni virðist eldur hafa verið kyntur, en ekki er þar
þó verulegt eldstæði. Þetta hús mætti líklega kalla skála. Beint inn
af bæjardyrunum liggja göngin, snoturlega hlaðin úr grjóti í 2—3
lögum. Göngin með bæjardyrunum eru 10 m að 1. og 75—100
sm að breidd. Þau eru lögð stórum hellum og holræsi undir að
endilöngu.
Aftan við framhús þau tvö, sem þegar hefur verið lýst, eru önn-
ur tvö hús, hvort til sinnar handar. Dyrnar inn í húsið til hægri eru
60—75 sm breiðar, en húsið sjálft 2,25X3,85 m að stærð, og er
þó skylt að geta þess, að þessi mál eru ekki alveg örugg, því að
mjög erfitt er að glöggva sig til fulls á veggjum. I NA-horni, vinstra
megin dyra, er hálfhringmynduð stó af stórum, elduðum steinum,
og uppi í henni mikið af eldbrunnum, hnefastórum, lábörðum fjöru-
steinum. Mikið af ösku og sams konar steinum lá í hrúgu framan
við þetta eldstæði. Helzt verður að hugsa sér, að þetta sé baðstofa,
íveruhús fólksins. Bendir eldstóin og eldaða fjörugrjótið einnig til
hinnar fornu baðstofu?
A móti baðstofunni, hinum megin við göngin, er eldhús, 3,0 X 3,5
m að stærð. I NA-horni eru ágætar hlóðir með venjulegu lagi, br.