Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 118
ELDGOS OG EYÐING
Eftir Vigfús Guðmundsson.
I. SKARÐ HIÐ EYSTRA O. FL.
Nú er mikið rætt og ritað um eldgos Heklu, einnig frá hinum fyrri
öldum.1) Tel ég því ekki fjarri vegi að birta hér einn póst úr sögu
eyðibýlanna á Rangárvöllum.
Skarð hi8 eystra var landnámsjörð (eftir 900), bæði mikil og
fögur á þeim dögum. Víðlend hefur hún verið og vaxin skógi að
meirihluta. Landareignin mun hafa legið umhverfis Selsundsfjall,
upp til Heklu í NA (um 11—12 km), austur til Vatnafjalla (6—7
km), suður móts við Tröllaskógsland og vestur ,,móts við Svínhaga-
Björn“. Landnámsmaðurinn var Þorsteinn tjaldstæðingur, sonur Ás-
gríms hersis Ulfssonar, hersis á Þelamörk í Noregi.
Með Þorsteini kom út Þórunn, móðursystir hans. Hún ,,nam Þór-
unnarhálsa og byggði þar bæ síðan“. Hafa það verið Næfurholts-
hálsar og Bjólfell með Hraunteig og umhverfi. Bæ sinn hefur hún
sennilega byggt á hinu sólríka og fagra ,,Næfraholti“, staðnum, sem
yfirgefinn var í gosinu 1845. Birkitrén hafa verið svo vel úr grasi
vaxin í fyrstu, að úr næfrunum (berkinum) hefur mátt gera öskjur og
ýmislegt annað. Ot kom þá líka ungur Þorgeir bróðir Þorsteins, sá
er síðar keypti lönd af Hrafni lögsögumanni á Hofi, Hængssyni, og
byggði fyrstur bæ í Odda.
Bæði eftir munnmælum og líkindum hefur Þorsteinn byggt bæ
sinn sunnan undir skarðinu í Selsundsfjalli eða nærri því og kennt
bæinn við skarðið. (Svo var það líka að Skarði á Landi. Flutt frá
fjallinu vegna sandfoks 1877). Selsundsfjall hefur þá að líkindum
verið kallað Skarðsfell. Grastorfa þykk, en lítil, liggur skammt upp
í fjallshlíðinni, og hefur verið kölluð Skarðstorfa. Er ekki óhugsandi,
að hún sé leifar af gömlu túnstæði, en þó sjást þar engar leifar girð-
ingar eða mannvirkja, enda sízt von aðsóknar stórgripa ofan úr brattri
fjallshlíð. En hraunbrún, há og brött, hefur hlaðizt upp fast að fjalls-
1) Grein þessi er skrifuð 1947.