Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 118
ELDGOS OG EYÐING Eftir Vigfús Guðmundsson. I. SKARÐ HIÐ EYSTRA O. FL. Nú er mikið rætt og ritað um eldgos Heklu, einnig frá hinum fyrri öldum.1) Tel ég því ekki fjarri vegi að birta hér einn póst úr sögu eyðibýlanna á Rangárvöllum. Skarð hi8 eystra var landnámsjörð (eftir 900), bæði mikil og fögur á þeim dögum. Víðlend hefur hún verið og vaxin skógi að meirihluta. Landareignin mun hafa legið umhverfis Selsundsfjall, upp til Heklu í NA (um 11—12 km), austur til Vatnafjalla (6—7 km), suður móts við Tröllaskógsland og vestur ,,móts við Svínhaga- Björn“. Landnámsmaðurinn var Þorsteinn tjaldstæðingur, sonur Ás- gríms hersis Ulfssonar, hersis á Þelamörk í Noregi. Með Þorsteini kom út Þórunn, móðursystir hans. Hún ,,nam Þór- unnarhálsa og byggði þar bæ síðan“. Hafa það verið Næfurholts- hálsar og Bjólfell með Hraunteig og umhverfi. Bæ sinn hefur hún sennilega byggt á hinu sólríka og fagra ,,Næfraholti“, staðnum, sem yfirgefinn var í gosinu 1845. Birkitrén hafa verið svo vel úr grasi vaxin í fyrstu, að úr næfrunum (berkinum) hefur mátt gera öskjur og ýmislegt annað. Ot kom þá líka ungur Þorgeir bróðir Þorsteins, sá er síðar keypti lönd af Hrafni lögsögumanni á Hofi, Hængssyni, og byggði fyrstur bæ í Odda. Bæði eftir munnmælum og líkindum hefur Þorsteinn byggt bæ sinn sunnan undir skarðinu í Selsundsfjalli eða nærri því og kennt bæinn við skarðið. (Svo var það líka að Skarði á Landi. Flutt frá fjallinu vegna sandfoks 1877). Selsundsfjall hefur þá að líkindum verið kallað Skarðsfell. Grastorfa þykk, en lítil, liggur skammt upp í fjallshlíðinni, og hefur verið kölluð Skarðstorfa. Er ekki óhugsandi, að hún sé leifar af gömlu túnstæði, en þó sjást þar engar leifar girð- ingar eða mannvirkja, enda sízt von aðsóknar stórgripa ofan úr brattri fjallshlíð. En hraunbrún, há og brött, hefur hlaðizt upp fast að fjalls- 1) Grein þessi er skrifuð 1947.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.