Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 16
20
er þó af mjög skornum skammti, meðan ekki er aðgangur að örnefn-
unum í öllum héruðum landsins.
Mér var annt um að beina athygli lesanda að umræddri flokka-
greiningu, en eg verð þó að taka fram, að ekki er svo, að öll ein-
kenni þeirra fylgist að í hverju einasta tilfelli. Það eru ekki allfáir
staðir, sem þykja ómerkilegir, en virðast samt hafa haldið mjög
gömlum nöfnum. Nokkur dæmi þess voru nefnd að framan. Eg get
bætt ýmsum öðrum við, en skal þó aðeins tala um eitt, sem mér
þykir merkilegast. Það er örnefnið Kárni.
í landi Hvallátra í Rauðasandshreppi er sandhóll og á honum
lagður steinhringur og hlaðin varða. Hann er kallaður Kárni. Þar
er sagt, að dysjaðir séu útlendir ræningjar (sjá um þetta greinar-
gerð Matthíasar Þórðarsonar í þessari árbók, árg. 1924, bls. 45).
Hóllinn hefur verið friðlýstur. Kárni er auðsjáanlega sama orð og
karn, gamalt keltneskt nafn á dys eða haugi eða annarri hrúgu. A
Hvallátrum bjó á landnámsöld Þórólfur spör, sem út hafði komið
með Orlygi hinum gamla, en Örlygur kom úr Suðureyjum. Það er
því miklu sennilegra, að þar sé heygður Þórólfur eða einn af hans
mönnum og að þeir hafi haft með sér keltneskan greftrunarsið og því
kallað hauginn keltnesku nafni. Kristján Eldjárn hefur bent á, að
það var almennt ekki siður á íslandi á þeirri öld, að leggja dauða
menn í hauga. Sjómenn hafa vörðuna á Kárna fyrir mið, og vel get-
ur verið, að það hafi verið þeir, sem héldu nafni hans uppi gegnum
1000 ár. Sama orðið getur verið fólgið í ýmsum öðrum nöfnum,
svo sem Kornsá í Vatnsdal, fyrrum Kárnsá, og Kornahaugur á Snæ-
fellsnesi, sem segir frá í Landnámabók. Haugurinn er þar kenndur
við Þórarin korna Grímsson, sem þar kvað vera heygður, en viður-
nefni hans hefur hæglega getað verið dregið af nafni haugsins. Svo
er og Korni nafn á skeri milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, sem verið
getur að líkist dys, en kornamúli hefur verið viðurnefni tveggja feðga,
Þorkels landnámsmanns í Hálsasveit og Þorbergs sonar hans.
Um einkennileg örnefni, sem notuð eru á svæði þessarar greinar-
gerðar, skal eg vera stuttorður og nefna aðeins þrjú dæmi. I fjöll-
unum upp úr Selárdal í Arnarfjarðardölum er slakki og mýrarfláki,
sem kallaðir eru Raumaríki, og má það kalla skrítið nafn á slíkum
stað. Olfur Uggason skáld kallar í Húsdrápu skerið, sem þeir Heim-
dallur og Loki glímdu á, hafnýra. Á Ströndum eru á tveimur stöð-
um, fyrir landi Dranga og Ófeigsfjarðar, sker, sem kölluð eru Nýru.