Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 16
20 er þó af mjög skornum skammti, meðan ekki er aðgangur að örnefn- unum í öllum héruðum landsins. Mér var annt um að beina athygli lesanda að umræddri flokka- greiningu, en eg verð þó að taka fram, að ekki er svo, að öll ein- kenni þeirra fylgist að í hverju einasta tilfelli. Það eru ekki allfáir staðir, sem þykja ómerkilegir, en virðast samt hafa haldið mjög gömlum nöfnum. Nokkur dæmi þess voru nefnd að framan. Eg get bætt ýmsum öðrum við, en skal þó aðeins tala um eitt, sem mér þykir merkilegast. Það er örnefnið Kárni. í landi Hvallátra í Rauðasandshreppi er sandhóll og á honum lagður steinhringur og hlaðin varða. Hann er kallaður Kárni. Þar er sagt, að dysjaðir séu útlendir ræningjar (sjá um þetta greinar- gerð Matthíasar Þórðarsonar í þessari árbók, árg. 1924, bls. 45). Hóllinn hefur verið friðlýstur. Kárni er auðsjáanlega sama orð og karn, gamalt keltneskt nafn á dys eða haugi eða annarri hrúgu. A Hvallátrum bjó á landnámsöld Þórólfur spör, sem út hafði komið með Orlygi hinum gamla, en Örlygur kom úr Suðureyjum. Það er því miklu sennilegra, að þar sé heygður Þórólfur eða einn af hans mönnum og að þeir hafi haft með sér keltneskan greftrunarsið og því kallað hauginn keltnesku nafni. Kristján Eldjárn hefur bent á, að það var almennt ekki siður á íslandi á þeirri öld, að leggja dauða menn í hauga. Sjómenn hafa vörðuna á Kárna fyrir mið, og vel get- ur verið, að það hafi verið þeir, sem héldu nafni hans uppi gegnum 1000 ár. Sama orðið getur verið fólgið í ýmsum öðrum nöfnum, svo sem Kornsá í Vatnsdal, fyrrum Kárnsá, og Kornahaugur á Snæ- fellsnesi, sem segir frá í Landnámabók. Haugurinn er þar kenndur við Þórarin korna Grímsson, sem þar kvað vera heygður, en viður- nefni hans hefur hæglega getað verið dregið af nafni haugsins. Svo er og Korni nafn á skeri milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, sem verið getur að líkist dys, en kornamúli hefur verið viðurnefni tveggja feðga, Þorkels landnámsmanns í Hálsasveit og Þorbergs sonar hans. Um einkennileg örnefni, sem notuð eru á svæði þessarar greinar- gerðar, skal eg vera stuttorður og nefna aðeins þrjú dæmi. I fjöll- unum upp úr Selárdal í Arnarfjarðardölum er slakki og mýrarfláki, sem kallaðir eru Raumaríki, og má það kalla skrítið nafn á slíkum stað. Olfur Uggason skáld kallar í Húsdrápu skerið, sem þeir Heim- dallur og Loki glímdu á, hafnýra. Á Ströndum eru á tveimur stöð- um, fyrir landi Dranga og Ófeigsfjarðar, sker, sem kölluð eru Nýru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.