Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 7
11 þá munu þau samt vera alls um 1500 á öllu norðvesturlandi. Það væri því að þeim feiknamikil viðbót við aðrar söguheimildir frá mið- öldum, ef unnt yrði að greina þau frá yngri nöfnunum. Eg ætla því að reyna að benda á nokkrar helztu aðferðirnar til þess að komast lengra í þessum efnum en vitnisburður fornritanna og fornbréfanna nær. Þar sem eg talaði um, að fá örnefni virtust hafa haldizt óbreytt frá fvrstu öldum Iandsbyggðar, hefði eg átt að taka undan nöfn fjarða, sveita, dala og þessháttar, því að fremur fá þeirra hafa breytzt. Þetta er eðlilegt, þar sem þessi nöfn eru á vörum mikils fjölda manna og geta því tæplega týnzt með öðru móti en því, að menn venjist á að nota einhver önnur nöfn og láti síðan þau gömlu falla niður. Allt öðruvísi er ástatt með öll lítilsháttar örnefni innan landareignar einstakra jarða, svo sem nöfn á hólum og dældum, lækjum og keld- um, sem fáir eða engir aðrir menn nota en þeir, sem þar búa, svo að nöfnunum hættir við að glatast, hvenær sem ábúendaskipti verða, og ennþá meira, þegar jarðirnar liggja um stundar sakir í eyði. En af slíkum áföllum stafar hinum nöfnunum, sem fyrr voru greind, lítil hætta. Mörg önnur örnefni liggja milli þessara flokka. Sum, sem til- heyra aðeins landi einnar jarðar, eru þó notuð einnig á næstu bæj- um, sum tilheyra landi tveggja jarða eða fleiri, svo sem nöfn margra lækja og smærri fjalla, en eru þó lítið þekkt utan þeirra, og svo áfram stig af stigi, þangað til komið er að nöfnum stærstu fjarða og skaga, áa og dala. Ágæt skilyrði til að varðveitast hafa einnig nöfn byggðra býla. Það mun vera auðskilið, að líkindin til þess, að nöfn hafi haldizt óhögguð um langan aldur, eru mjög ólík í þessum flokkum, sem nú var minnzt á. Þetta má auk þess sanna með því að líta nánar á ýmis örnefnaorð. Mórinn, sem hafður er til eldsneytis, var í gamla daga kallaður torf, en er nú á Vesturlandi, svo sem víðar, kallaður mór, í Stranda- sýslu þó jafnframt, að vitnisburði örnefna, svörður eins og á Norður- landi. 011 mó-nöfn, sem eg fann í örnefnaskrám norðvesturkjálkans, eru nöfn á stöðum, sem lítið kveður að, á hjöllum og holtum, mýr- um og mýrasundum. Um sum þeirra er og tekið fram, að þau séu gefin nýlega. Eins er með suarðar-nöfnin — þar eru eingöngu 3 SvarSarholt, það eru holt, þar sem svörðurinn er þurrkaður —. En allt annað er með íorf-nöfnin. Mörg þeirra eru meiriháttar ör- nefni, nöfn á dölum og fjöllum, nesjum og víkum. Mér hafa talizt þar vestra 10 Torfdalir, 2 Torffell, 3 Torfnes og 2 Torfvíkur. Torí- grafir fann eg engar, en hinsvegar Mógrafir á 6 stöðum (allar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.