Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 7
11
þá munu þau samt vera alls um 1500 á öllu norðvesturlandi. Það
væri því að þeim feiknamikil viðbót við aðrar söguheimildir frá mið-
öldum, ef unnt yrði að greina þau frá yngri nöfnunum. Eg ætla því að
reyna að benda á nokkrar helztu aðferðirnar til þess að komast lengra
í þessum efnum en vitnisburður fornritanna og fornbréfanna nær.
Þar sem eg talaði um, að fá örnefni virtust hafa haldizt óbreytt frá
fvrstu öldum Iandsbyggðar, hefði eg átt að taka undan nöfn fjarða,
sveita, dala og þessháttar, því að fremur fá þeirra hafa breytzt. Þetta
er eðlilegt, þar sem þessi nöfn eru á vörum mikils fjölda manna
og geta því tæplega týnzt með öðru móti en því, að menn venjist á
að nota einhver önnur nöfn og láti síðan þau gömlu falla niður.
Allt öðruvísi er ástatt með öll lítilsháttar örnefni innan landareignar
einstakra jarða, svo sem nöfn á hólum og dældum, lækjum og keld-
um, sem fáir eða engir aðrir menn nota en þeir, sem þar búa, svo
að nöfnunum hættir við að glatast, hvenær sem ábúendaskipti verða,
og ennþá meira, þegar jarðirnar liggja um stundar sakir í eyði. En
af slíkum áföllum stafar hinum nöfnunum, sem fyrr voru greind, lítil
hætta. Mörg önnur örnefni liggja milli þessara flokka. Sum, sem til-
heyra aðeins landi einnar jarðar, eru þó notuð einnig á næstu bæj-
um, sum tilheyra landi tveggja jarða eða fleiri, svo sem nöfn margra
lækja og smærri fjalla, en eru þó lítið þekkt utan þeirra, og svo áfram
stig af stigi, þangað til komið er að nöfnum stærstu fjarða og skaga,
áa og dala. Ágæt skilyrði til að varðveitast hafa einnig nöfn byggðra
býla.
Það mun vera auðskilið, að líkindin til þess, að nöfn hafi haldizt
óhögguð um langan aldur, eru mjög ólík í þessum flokkum, sem nú
var minnzt á. Þetta má auk þess sanna með því að líta nánar á ýmis
örnefnaorð.
Mórinn, sem hafður er til eldsneytis, var í gamla daga kallaður
torf, en er nú á Vesturlandi, svo sem víðar, kallaður mór, í Stranda-
sýslu þó jafnframt, að vitnisburði örnefna, svörður eins og á Norður-
landi. 011 mó-nöfn, sem eg fann í örnefnaskrám norðvesturkjálkans,
eru nöfn á stöðum, sem lítið kveður að, á hjöllum og holtum, mýr-
um og mýrasundum. Um sum þeirra er og tekið fram, að þau séu
gefin nýlega. Eins er með suarðar-nöfnin — þar eru eingöngu 3
SvarSarholt, það eru holt, þar sem svörðurinn er þurrkaður —.
En allt annað er með íorf-nöfnin. Mörg þeirra eru meiriháttar ör-
nefni, nöfn á dölum og fjöllum, nesjum og víkum. Mér hafa talizt
þar vestra 10 Torfdalir, 2 Torffell, 3 Torfnes og 2 Torfvíkur. Torí-
grafir fann eg engar, en hinsvegar Mógrafir á 6 stöðum (allar í