Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 95
97
um og suður að barði eða hæðaskilum, er greinir Tjarnarflóa og
Lynghólsflóa. Tjarnarflóinn var mikið framræstur og gerð á honum
uppistöðuáveita 1917—20. Var hann svo um mörg ár notaður til
aðalútheysslægna frá Lækjamóti. Lynghólsflói (31). Flóinn suður
af Tjarnarflóa. Nær suður undir Víðidalsá og upp að Jöðrum. Er
enn nokkur hrís- og lyngtanni í flóa þessum og mjög góð sauðbeit.
Stóri-Lynghóll (32). Stór malarhóll á bakka Víðidalsár sunnan við
vestanverðan Lynghólsflóa. Lynghólsbrekka (33). Valllendisbrekka
suðaustan í Stóra-Lynghól. HorniS (34). Stór flatur valllendismói
á Víðidalsárbakka vestur af Lynghólsflóa. Liggur milli Stóra-Lyng-
hóls og Grafarlækjar. Grafarlœkur (35). Lækur, er íellur úr Neðra-
Tjarnarviki um niðurgrafinn farveg suðvestur í Víðidalsá. Grafar-
lcekjarland (36). Móar og mýrlendi norðan Grafarlækjar að þjóð-
veginum gamla frá Steinsvaði. (Er getið í gömlu bréfi viðkomandi
landamerkjum). Milli hóla (37). Valllendisgrund og móar, er liggja
meðfram Víðidalsá, en sunnan Lynghólsflóa, milli Stóra- og Litla-
Lynghóls. Litli-Lynghóll (38). Lítill malarhóll á árbakkanum sunn-
an við ofanverðan Lynghólsflóa. Galtanesshólmi (39). Valllendis-
hólmi í Víðidalsá suðaustan við Stóra-Lynghól. Heyrir til Galtanesi.
Hólmafljót (40). Arkvíslin norðan Galtanesshólma. Kcelir (41).
Hylur í Víðidalsá suður af Litla-Lynghól. Mjög góður laxaveiði-
staður um langan aldur. Forarpollur (42). Sérstök hylkvörn og
vatnsuppgönguauga norðast í Kæli og fast við bakkann hjá Litla-
Lynghól. Kœlislcekur (43). Lítill landamerkjalækur milli Lækja-
móts og Þórukots, er fellur ofan í suðurenda Kælis. Jaðrar (44).
Hallandi mýrar upp frá Lynghólsflóa ásamt aðliggjandi holtajöðr-
um. Þeir ná allt frá Kælislæk og norður undir Miðdegishól. Jaðr-
arnir voru nokkuð notaðir til slægna hér áður. Þverholt (45).
Litlar holtahæðir, er liggja ofan í Jaðrana upp af norðanverðum
Lynghólsflóa. MiSdegishóll (46). Stór malar- og móahóll, sem liggur
sunnan við Lækjamótstún neðanvert við veginn fram í Víðidal.
Sunnan í honum er húsarúst og forn garður umhverfis lítið tún-
stæði. Mér er ekki kunnugt um nafnið á gerði þessu. Þarna hefur
verið haldið miðdegi frá gamla Lækjamótsbæ.
3. Ornefni ofan Lœkjamótstúns og vegarins fram í VíSidal.
Móholt (47). Malarholt norðan Lækjamótstúnsins. Kennt við það,
að þar hefur verið þurrkaður mór. Nafnið tilkomið á síðustu árum.
Jóhannsbrú (48). Upphlaðinn þjóðvegarspotti yfir mýrarsund norð-