Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 42
46
byrjað að bora gat innan á brotinu miðju, en hætt við hálfnað verk.
Komu bæði 23. 5. ’35. Klébergsbrot, ókennilegt. Kom 18. 9. ’50.
15. „Markhólsrúst“, foimt bæjarstæði norður frá Sandgili, sbr. Árbók
1898, bls. 21: Snældusnúðsbrot, ljósgrátt; snúðurinn hefur verið um
40X21. Kom 2. 7. ’45.
16. Melakot, gamalt bæjarstæði norðaustur frá Markhólsrúst, sbr. Árbók
1898, bls. 21 (í skrá safnsins stendur: „Fundinn skammt frá Melakoti“.
Er því ef til vill frá Markhólsrúst). Snældusnúður, 46x17. Þjms.
4092.
17. Tröllaskógur, fornt bæjarstæði í suðaustur frá Melakoti, sbr. Árbók
1898, bls. 21—22: Snældusnúður, 41x18. Þjms. 5990. Grýtubrot,
45—95 X18. Kom. 29. 9. ’32. Grýtubrot annarrar tegundar, 34—62 x 20;
gat sést í brotsárinu. Kom 29. 9. ’32. Grýtubrot 2, sem saman eiga,
Ijósgrá, 67—117x18; virðast vera úr stórri grýtu; gat nálægt brún.
Komu 2. 7. ’45. Snældusnúður eitlóttur, flatur, 34 x 15. Kom 2. 7. ’45.
Grýtubrot, úr barmi á kringlóttri grýtu, 47 X 15; slær sér út upp eftir
að utanverðu og hefur verið þykkari en grýtan að öðru leyti. Kom
1. 10. ’45.
18. Fornt bæjarstæði við veginn frá Hofi að Djúpadal, vestan Eystri-
Rangár: Snældusnúður, ljósgrár með gulum eitlum, 38x16. Grýtu-
brot úr sams konar steini, 30—60 X 6—10, íhvolft og virðist úr lítilli
grýtu. Kom hvort tveggja 16. 7. ’36.
19. Húsagarður, fornt bæjarstæði í Landmannahr., sbr. Árbók 1898, bls.
7: Snældusnúður, 37 x 11, hringur utan um gatið. Þjms. 327. Snældu-
snúður, 24 X 8, vottar fyrir óreglulegum hring um gatið. Þjms. 3248.
20. Hrólfsstaðir, fornt bæjarstæði austur frá túni á Tjörvastöðum í Land-
mannahr., sbr. Árbók 1898, bls. 8: Snældusnúður (eða árenna), með
skorum innan í gatinu, 34 X 10. Þjms. 3249.
21. Landmannahr., líklega Hrólfsstaðahellir, því að gefandinn er Sæ-
mundur Guðmundsson þar: Kringla með gati, flöt að neðan, kúpt og
grafin að ofan, með 9 blöðum út frá gati, líkt og blóm, 18 X 8, gæti
verið sörvistala (eða snúður, leikfang?). Þjms. 836 (3. mynd a).
22. Landmannahr., í skrá safnsins stendur „á Skálatóttum í Landi“, en
sú staðgreining virðist ekki geta staðizt; á ef til vill að vera „í skála-
tóttum á Landi“, þ. e. á gömlu bæjarstæði einhvers staðar á Landi:
Snældusnúður, 33 x 14. Þjms. 5189.
23. Gamla-Akbraut, gamalt bæjarstæði fyrir austan Kaldárholt í Holtahr.,
sbr. Örnefni í Rangárþingi II, bls. 65 (fjölritað): Snældusnúður
eitlóttur, 38x13. Þjms. 3002. Snældusnúður Ijósgrár, 37x14, bryggja
í kringum gatið. Þjms. 293 (3. mynd b). Sörvistala kvarnarsteinslöguð,