Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 12
16
ströndum, sem kallað er Svalbarði, að öllum líkindum eftir hinum
forna Svalbarða, sem talinn var liggja í hafsbotni.
Yzt á Snæfellsnesi er við sjóinn langur og hár bjargveggur,
skammt frá alfaraleið sjómanna og þeim illræmdur, og kallaður
Svörtuloft. Sama nafnið fann eg bæði í Vestmannaeyjum og á
tveim stöðum í Vestfjörðum, í landi Raknadals í Tálknafirði og
Staðar í Súgandafirði. Þau eru í alla staði ómerkilegri en Svörtu-
loftin á Snæfellsnesi, og má því telja víst, að nafnið sé elzt þar á
nesinu. Svörtuloft í Súgandafirði eru þar að auki kölluð öðru nafni
Svarthamrar, og það má sjá, að þetta muni vera eldra nafnið. Svart-
hamrar er kallað og á tveim öðrum stöðum í Súgandafirði. Ekki
langt í frá, í Alftafirði, er bær, sem heitir Svarthamar. En nafnið
Svörtuloft er flutt að um langa leið.
011 Svörtuloftin eru við sjóinn eða skammt frá honum, og það
munu hafa verið sjómenn, helzt vermenn, sem höfðu það með sér
í aðrar sveitir. Líkt getur verið með nafnið Brimnes, sem að sjálf-
sögðu er tengt fast við sjóinn. Nafnið er gamalt, notað einnig í
Noregi, á Hjaltlandi og Færeyjum, og nefnt þegar í Landnámabók
(Brimnesskógar í Skagafirði). Eg þekki 20 Brimnes, dreifð um allar
sírendur Islands, 8 þeirra á norðvesturkjálkanum. Þau eru flest í
Vestfjörðunum og fáein á Hornströndum og Ströndum.
En hvar sem hægt virðist að rekja útbreiðslu annarra nafna, hefur
hún tæplega getað farið sjóleið, nema þá stuttan spöl. Bezt má rekja
leiðna, sem nafnð Hreggnasi hefur farið. Það virðist vera eingöngu
vestlenzkt. Utan norðvesturskagans fann eg það við mynni Langár
á Mýrum og á tveim stöðum á Snæfellsnesi, í íjöllunum bæði yzt á
nesinu og upp af Helgafellssveit. Eg tel þó víst, að þeir séu fleiri. Hér
hamla, eins og víða, stóru eyðurnar í örnefnasöfnunum. Á norð-
vesturkjálkanum þekki eg 10 Hreggnasa. Þeir liggja við Breiðafjörð,
í Vestfjörðunum og yzt í Djúpi (í Bolungavík og Hesteyrarfirði).
Hreggnasinn í landi Hreggstaða á Barðaströnd er kallaður öðru nsíni
Hreggnesi, og þessi mynd nafnsins er til að minnsta kosti á 3 öðr-
um stöðum þar í nánd (á Barðaströnd og í Tálknafirði). Innarlega
við Djúpið, þar sem hvorki virðist vera til Hreggnasi né Hreggnesi,
heitir þó á 3 stöðum Hreggnes, og eins á miðjum Ströndum (í
Ingólfsfirði, á Krossnesi og í Byrgisvík). Það er auðsætt, að Hreggnes
er afbakað úr Hreggnasi eða öllu heldur Hreggnesi.
Nafnið Hreggnasi mun vera elzt á Snæfellsnesi, líkt og Svörtuloft.
Þar er það nafn á fjöllum, svo sem því hæfir, því að hregg er stormur.
Þarna var það og þegar viðurnefni manns, sem var uppi á 10. öld