Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 21
25
landi fann eg Kvíslárdalsá í Laugardal í Tálknafirði, Selárdalsá bæði
í Arnarfirði og í Súgandafirði og Bessárdalsá í botni Mjóafjarðar. í
örnefnaskránni heitir hér Bessadalur og Bessadalsá, Bessadal kallar
og Árni Magnússon (Jarðabók VII, bls. 223), en á uppdrættinum
heitir þar Bessárdalur og Bessárdalsá. Það getur verið, að nöfn þess-
ara dala séu í daglegu tali borin fram Kvísladalur, Seladalur og
Bessadalur, eða hafi verið það áður fyrr, en nöfn ánna þá bæði
Kvíslá, Selá, Bessá og Kvísladalsá, Seladalsá og Bessadalsá, og þess-
um nöfnum svo verið ruglað saman og þannig myndazt Kvíslárdalsá,
Selárdalsá og Bessárdalsá, en þetta samt aðeins í sambandi við
óglöggan og reikulan framburð á liðnum ar inni í nöfnum. Því að
örnefni af umræddri gerð virðast varla vera til á öðru en ám.
Það eru reyndar til mörg nöfn mynduð svo sem Bakkavallarbakkar
(á Bæ í Króksfirði), Tjarnarnestjörn (á Laugalandi í Reykhólasveit),
Fossárfoss (á Barðaströnd), Gilengisgil (í Tálknafirði), Hólhúshóll
(í Efstadal í Ögursveit) og Lœkjarskarðslœkur (á Broddanesi), en
hér er liðurinn, sem er endurtekinn, upphaflega ekki liður í neinu
nafni, þar sem hann stendur fyrr, svo sem er d í KvísláCrdalsá),
heldur er hann aðeins sameiginlegt heitið, og er það mikill munur.
Þannig eru þar vestra og mynduð nöfn sumra áa, Artunguá (í
Reykjarfirði á Hornströndum), Árnesá og Ávíkurá (báðar í Árnes-
sveit). Langmest ber í þessum flokki þó á nöfnum stöðuvatna. Eg
fann á norðvesturlandi Vatnadalsvatn, Vatnshlíðarvatn, Vatnshvilft-
arvatn, Vatnshöfðavatn, Vatnsrásarvatn og Vatnskattavatn, Vatna-
hnúkavatn, Vatnalautarvatn og tvö Vatnahvilftarvötn. En eg fann
hvergi nokkuð nafn líkt og til dæmis Sandvatnsdalsvatn, sem mundi
vera myndað líkt og Kvíslárdalsá, Selárdalsá og Bessárdalsá.
Nú er eftir að minnast á þriðju leið til þess að stytta löng örnefni.
Það er að klippa aftan af þeim. Þetta er gert miklu minna en að stýfa
þau að framan eða fella innan úr þeim, og langmest þar, sem eru nöfn
áa og fjalla. Það er þó ekki farið eins að í báðum flokkunum. Nöfn
áa, sem eru stytt með þessu móti, fá einatt veika kvenkynsmynd.
Þannig eru flest ósamsett áanöfn á Islandi til orðin, svo sem Flóka og
Hnefla í stað fyrir Flókadalsá (í Borgarfirði) og Hnefilsdalsá (á Jökul-
dal) eða Jökla í staðinn fyrir Jökulsá. Á norðvesturlandi eru mynduð
þannig Arnarbýla í Arnarbýlisdal og Penna í Penningsdal, báðar á
Barðaströnd, og Korpa, sem fellur hjá Kroppsstöðum í Önundarfirði,
sennilega stytt úr Kroppsstaðaá eða Kroppsstaðadalsá. I sama flokki
eru þó að líkindum og Drápa í Trostansfirði og Kelda, Spýta og
Stegla í Tálknafirði. Kelda er öðru nafni kölluð Keldeyrará, og dalur