Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 101
103 er, hvers vegna hann fluttist þaðan eða hvenær. í fymdinni var hof á bænum, og er enn bent á rústir þess. Frá hofrústunum liggur laut niður að sjó og heitir Goðagangur. Eftir honum var goðunum ,,akað“ til sjávar til þvottar. Enginn veit, hve oft eða við hvaða tækifæri þetta var gert. I kristnum sið var reist bænhús í Fornu-Lá, þó ekki á sama stað og hofið, og er einnig bent á þær rústir. Einu sinni bar svo við, að tröllskessa stóð á Mýrarhyrnu og horfði yfir byggð- ina. Rak hún þá augun í bænhúsið og fylltist gremju. Tók hún upp stein mikinn og vildi kasta í bænhúsið. En svo giftusamlega tókst, að í sama mund var klukkum hringt í bænhúsinu, en við það dró svo mátt úr hinu heiðna trölli, að bjargið náði ekki bænhúsinu, heldur féll ofan í fjöruna fyrir austan það. Þar liggur það enn í beinni stefnu milli Hyrnunnar og bænhúsrústarinnar. En af skess- unni er það að segja, að henni var svo mikið í mun að sjá, hvort hún hefði hæft bænhúsið, að hún gleymdi sér og vissi ekki fyrr en sól var á lofti. Er þar steindrangur mikill og heitir Kerling síðan, er hana dagaði uppi. Af munnmælum þessum er sögnin um Goðagang eftirtektarverð- ust, enda hefur áður verið um hana fjallað.1 Þeirra vegna hvatti Ólafur prófessor Lárusson mig til ao rannsaka rústimar, og gerði ég það í júlí 1942. Get ég þess með þakklæti, að Sáttmálasjóður veitti mér styrk til rannsóknanna, sem þó urðu varla eins ítarlegar og skyldi. Það kom þó nógsamlega skýrt í ljós, að ,,hofrústin“ er ekki af hofi, heldur dálitlum kotbæ. Rústirnar í Fornu-Lá liggja í tungu þeirri, er verður upp frá Lárvaðli milli merkjaskurðarins milli Króks og Neðri-Lár að austan og vallargarðsins í Lá að vestan. Bærinn í Neðri-Lá er um það bil 200 m vestur af rústunum, og rennur vatnslítill lækur í alldjúpu gili milli þeirra og bæjarins. Tungan, sem rústirnar eru í, er að sjá gamalt tún, mjög þýft. Utsýn er fögur, í suðri gnæfa Mýrarhyma og Helgrindur, í austri Mælifell og Kistufell, en undir þeim er bær- inn Skerðingsstaðir og horfist í augu við Lárbæinn yfir Lárvaðal. I norðri sér út á Breiðafjörð, en í austri er Stöðin, og Kirkjufell skýtur upp burstinni yfir Stöðvarháls. 1) Ólafur Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi, Reykjavík 1945, bls. 113—115. Rétt þykir bó að geta þess, að hvorki Einar Skúlason né þeir aðrir, sem ég hitti vestra, vissu til að rústirnar hefðu verið kallaðar Goðatóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.