Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 19
23
Önundarfirði Selakirkjuból og Selaból, á Ströndum Skjaldabjarnar-
vík og Skjaldarvík og í Ófeigsfirði Sýrárdalur og Sýrdalur. Reinald
Kristjánsson segist hafa byggt sér hús við sjóinn niður frá Kaldá í
Önundarfirði og kallað þar Kaldeyri (en ekki Kaldáreyri — A sjó og
landi I, bls. 80). Á sumum þessara dæma má þegar sjá greinilega
breytingarnar á merkingu nafnanna, sem fylgja flestum slíkum stytt-
ingum. Selkirkjuból er kirkjuból, en hvað er Selaból, er það sama
og Sellátur? Það er líka sitt hvað, Litladalshorn og Litlahorn, Kald-
áreyri og Kaldeyri, Grýlufosshvolf og Grýluhvolf. I staðinn fyrir
dalinn og ána er það nú hornið, sem sagt er að sé lítið, og eyrin,
sem talin er köld, og hún Grýla er flutt úr fossinum í hvolfið. 1 hin-
um dæmunum er breytingin meinlausari, en eitthvað hefur þó breytzt
í öllum. Hinsvegar er í engu þessara dæma — nema ef til vill í Selaból
— það ósamræmi milli liðanna í styttu myndunum, að af því mætti
leiða, að eitthvað muni hafa raskazt í þeim.
Á slíku ósamræmi ber í fremur fáum nöfnum. í landi Hofstaða í
Þorskafirði heitir Brenndatjörn, í landi Hóls í Tálknafirði Vetrarengi.
Eg tel ósennilegt, að menn hafi brennt tjarnir eða heyjað á vetrum.
Þar sem nú er kallað Brenndatjörn, mun áður hafa heitið eitthvað
líkt og Brenndahvammstjörn eða Brenndaástjörn, en Vetrarengi hlýt-
ur að hafa verið kallað Veturlandaengi. Veturlönd er þar vestra al-
gengt nafn á vetrarbeitarlandi. I Trostansfirði heitir bæði Veturlönd
og Vetrarvötn, og er auðséð, að hið síðara eru Veturlandavötn. I landi
Kaldrananess er á uppdrættinum merkt UrriSaborg. Þetta er ein-
kennilegt nafn, en þó auðvelt að skýra það. Því að skammt í frá eru
Urriðavötn og Urriðaá, og mun klettaborgin því að réttu hafa heitið
Urriðavatnaborg eða Urriðaárborg eða svipað. I stærra vatninu er
Urriðaey, að líkindum fyrrum Urriðavatnsey. Líkt er með Silunga-
eyri við hlið nafnanna Silungavatn og Silungalœkur í landi Einfætu-
gils í Bitru. Það er þar að auki á báðum stöðunum ósennilegt, að
bæði vötnin og árnar, sem falla úr þeim, hafi þegar í upphafi verið
kennd beint við urriða og silunga, heldur munu vötnin hafa verið
kennd við árnar — Urriðaárvótn og Silungalœkjarvatn — eða þá
öfugt, en svo verið sleppt miðliðunum. Þannig er ástatt afarvíða. Til
dæmis heitir í Mjóafirði í Djúpi Heydalur, Heymýri og Heyrjóður,
þó að orðið hey sé annars fágætt í örnefnunum. Þar sem Heydalur
er nafn bæði á nokkuð stórum dal og gömlum bæ, en hin nöfnin
lítilsháttar örnefni, er það að öllum líkindum elzt þessara nafna.
Annars mundi hér vera erfitt að skera úr því. En þannig fer víðast,
þar sem ekkert þeirra nafna, sem eiga hlut að, er meiningarlaust..