Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 36
40 „Þar skal prestur vera. Tekur hann heima í leigu 4 merkur, utan- garðs 18 aurar. Af 6 bæjum lýsistollur og heytollur“. Þegar jarðatalið er gert, eru þessar sjálfstæðar bújarðir í sókninni auk Silfrastaða: 1. Egilsá (Þórðar saga hreða, þó ef til vill átt við ána aðeins, ella 1391, Fbrs. VIII, 14; árið 1444 er jörðin sögð í Silfrastaðasókn, sbr. Fbrs. IV, 649), 2. Borgargerði (1560, Fbrs. XIII, 521), 3. Fremri- kot (getið í Landnámu og nefndist þá Hökustaðir, og heldur hún enn því nafni í Pétursmáldaga undir lok 14. aldar, og líklega enn 1580, því að vart getur verið um aðra jörð að ræða en hana, sem nefnd er í Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, bls. 576, sbr. og Fbrs. XIII, bls. 521, en í báðum þeim stöðum er jörðin nefnd Haukastaðir, og er eins líklegt, að það sé hið upphaflega heiti hennar), 4. Ytrikot (talin landnámsjörð, og hét þá Þorbrandsstaðir og er svo enn 1446, Fbrs. IV, 678), 5. Uppsalir (Sturlunga), 6. Kúskerpi (1392, Fbrs. III, 484 = Kúskerpishvammur á Öxnadalsheiði, sjá Jarðabókina). Hér kemur því fram sami bæjafjöldinn og í Auðunarmáldaga. En nú er það víst, að Hálfdánartungur, sem hlotið hafa að liggja til þess- arar sóknar, er forn jörð. Er hennar getið í Sturlungu samtímis Upp- sölum. Voru báðar þær jarðir þá í eigu Guðmundar dýra á Bakka í Öxnadal, en hann varð að láta þær af hendi upp í sektir. Hálfdánar- tungur hafa og verið kunnar þá Ljósvetningasaga er rituð. Þegar jarðatalið var gert, var jörðin í eyði, og hafði þar ekki verið byggt í manna minni. ,,Þó eru hér Ijós byggingarmerki og girðingar svo sem á stórjörðu“. Aftur á móti var búið að Krókárgerði 1713 og hafði bóndinn þar Hálfdánartungur með til beitar og slægna. Báðar þessar jarðir fylgdu þá heimajörðinni Silfrastöðum og því í flokki hjáleigu- jarða. Hálfdánartungur byggðust síðar upp sem kunnugt er. Bæjarnafnið Borgargerði felur það í sér, að þar muni tæpast vera um forna jörð að ræða, því að nær undantekningarlaust koma ,,gerði“ ekki fyrir í bæjanöfnum fyrr en löngu eftir söguöld. Mætti því vel hugsa sér, að Borgargerði hefði fyrst orðið til sem afbýli úr landi ann- arrar jarðar, Egilsár eða landnámsjarðarinnar Þorbrandsstaða. Af þessu mætti álykta, að Hálfdánartungur væru sjötti bærinn í sókninni þá Auðunarmáldagi er gerður, en að Borgargerði ætti að sleppa þar. Einkennileg er sú nafnbreyting, sem orðið hefir á tveimur bæjum þar á Norðurárdalnum, þeim sem nú nefnast Kot. Er mjög sennilegt, að rétt sé sú skýring, sem fram hefir verið sett á þessu, að bæirnir hafi farið í auðn um eitthvert skeið og þá hlotið nafnið Kot af þeim,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.