Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 37
41 sem bjuggu á nærliggjandi jörðum, og svo haldið því, er þeir endur- byggðust. Á bernskuárum mínum á Skatastöðum voru t. d. Skugga- björg í daglegu tali venjulegast nefnd Kot, að fara út á Kot og þess háttar. Skarðsárannáll greinir svo frá 1612: „Jarðfellis ógangur í Austurdölum í Skagafirði, eyddust nær 2 bæir, fórst með af peningum, hlupu fram yfrið miklir skógar, rak af þeim viði ofan í Hólm og víðar um Skagafjörð, því að Héraðsvötn stemmdi upp“. Miklar rigningar gengu fyrir Jónsmessu um sumarið. Gamlar austdælskar sagnir herma, að framhrun þetta hafi orðið í fjallinu á móti Skatastöðum, þar sem heita Brennigilshólar, og hafi þeir þá myndazt að einhverju leyti. Og víst má ætla, að þeir séu á þann veg til orðnir á sínum tíma. Á einum stað í hólunum vottar fyrir gömlum húsatóftum á grasbala nokkrum og girðingu þar umhverfis. Átti þar að hafa verið býli, sem hét Kolgrímustaðir, og annar þeirra bæja, sem eyðilagðist við framhrunið. Getur Jarðabókin þessa býlis og segir, að þar hafi ekki verið byggt um langan aldur. Hver hinn bærinn var, sem í eyði átti að hafa farið, eru óljósari sagnir um. Sé þetta rétt, þá væri það sönnun þess, að enn hafa leynzt smábýli í Austurdal, í upphafi 17. aldar, í landi hinna stærri jarða, en enginn efi getur verið á því, að hólarnir hafa tilheyrt Miðhúsum. Þarna segir samtímaheimild frá og skráð í sama héraðinu, svo að ekki þarf að efa, að atburður þessi hefir átt sér stað. En hitt væri hugsanlegt, að orðið ,,Austurdalir“ hefði ekki verið notað þarna sem eiginheiti, heldur væri þar aðeins átt við dali eða dal, sem lægi í aust- ur frá héraðinu, einn af austurdölum Skagafjarðar. Raunverulega væri það engin málvilla. Væri því þann veg háttað, þá hefði fram- hrun þetta getað orðið í Norðurárdal, og Þorbrandsstaðir og Höku- staðir verið jarðirnar, sem „eyddust nær“. Og fullt svo eðlilegt virðist vera, að Héraðsvötn hefðu „stemmt upp“, ef hlaupið hefði komið úr Norðurá, sem fellur þvert á þau, heldur en alla leið framan úr Austur- dal. Annars má benda á það, að á tímabili sýnist Austurdalsheitið hafa gripið yfir meira en dalinn sjálfan. 1 Jarðabókinni frá 1713 er t. d. byggð sú, sem nú kallast Kjálki, nefnd „við Austurdali“. Það eitt kynni að þykja mæla á móti þessu, að ekki líða nema 100 ár frá því að framhlaupið varð og þar til jarðatalið er gert, og þá eru jarðirnar báðar byggðar, og Ytrikot enda 1664.x) Sýnist það helzt til stuttur tími vera til að hin fornu nöfn hefðu aflagzt, enda ekki ólík- 1) Ól. Davíðsson: Galdrar og galdramál, bls. 242.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.