Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 39
43 tólf, í Sturlungu eða öðrum 13. aldar ritum sjö, og er Egilsá talin þar með, en ekki Hálfdánartungur, en að henni meðtalinni verða þær átta, á 14. öld fimmtán, á 15. öld fimmtán og á 16. öld tvær eða þrjár, eftir því hvort Borgargerði er talið með eða ekki. Þær jarðir, sem með vissu er ekki getið fyrr en á 16. öld, eru Þor- ljótsstaðir og Bústaðir. Kynni það í fljótu bragði, í augum ýmsra, að benda til, að þar væri naumast um fornar jarðir að ræða. En nú vill svo til, að örugg rök má telja, að fundin séu fyrir því, að Þorljóts- staðir hafa verið í byggð á 10. öld. Fyrir 80—90 árum fundust skammt norðan við túnið þar höfuðskeljar af sex mönnum, ásamt einhverjum smámunum. Hafði aurskriða fallið úr fjallinu og tekið þetta með sér, að talið var.1) Um aldamótin síðustu fundust á sama stað enn nokkrir smámunir, og hefir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur tjáð mér, að þeir séu tvímælalaust frá 10. öld. Sumarið 1948 gróf svo Kristján upp kuml þarna, og kom í ljós, að þar hafði verið lagður maður í, ásamt hesti með reiðfærum og hundi. Segir sig sjálft, að sú athöfn hafi farið fram í heiðni. Þetta sannar eigi aðeins það, að Þor- ljótsstaðir eru 10. aldar bær, heldur og að nokkur byggð hefir verið komin þarna innan til í dalnum þá, því að sennilega hefir þarna verið um eins konar grafreit að ræða. Af þessu er ljóst, að það er út af fyrir sig enginn mælikvarði á aldur jarðar, hvenær hennar er fyrst getið. Allar hér að framan greindar jarðir hefðu þess vegna getað byggzt á 10. öld. Þess hefir fyrr verið getið, að máldagarnir sýna yfirleitt jafna bæja- tölu, að svo miklu leyti sem hún er tilgreind, á því tímabili, sem þeir ná yfir, eða um 200 ár. En til grundvallar hér eru, auk Auðunarmál- daga, lögð máldagasöfn þriggja Hólabiskupa, þeirra Jóns skalla Ei- ríkssonar, og grípa þeir yfir árin 1360 og allt fram undir 1390 (Fbrs. III, 155—77), Péturs Nikulássonar frá árunum 1394—99 (Fbrs. III, 511—590) og Ólafs Rögnvaldssonar frá tímabilinu 1461—90, eða jafnvel lítið eitt lengra fram (Fbrs. V, 250—358). Einstakir máldagar utan þessara safna eru mjög fáir til úr biskupsdæminu, nema nokkrir fremur ófullkomnir frá árunum 1429—32, og þó engir úr Skagafirði, sem á verður grætt (Fbrs. IV, 371—82, 464—9 og 510—14. Hefir Þorkell Jóhannesson prófessor tekið þessi máldaga- brot til nokkurrar athugunar og vakið athygli á því, hvað sumar sveitir voru illa farnar þá, Skírnir 1928, bls. 89—93). Að sjálfsögðu eru þessar heimildir allt of strjálar til að vitað verði 1) Ól. Lárusson: Skagf. fræði, Landnám í Skagafirði, bls. 16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.