Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Qupperneq 48
52
stunguna og endalykkjuna á seilabandinu og hert að. Síðan var hinn
endi seilabandsins dreginn kviðmegin frá í gegnum trjónugatið, sem
var kallað trumbugat, og því næst fest um röng í bátnum, þannig að
hausinn lyftist úr sjó, en gott eftirlit varð að hafa með því, að seila-
bandið nérist ekki sundur á borðstokknum, sérstaklega á róðri. Nú
lá hákarlinn alveg hreyfingarlaus með kviðinn upp, en til þess að
hann lægi á bakið, varð að seila hann eftir þessum reglum: I vinstra
kjaftvik á bakborða, í hægra kjaftvik á stjórnborða, en þannig liggj-
andi í sjónum veitti hann minni mótstöðu við róður en ella.
Venjulega voru minnstu hákarlarnir skornir upp í bátinn, þar til
hann þótti hæfilega hlaðinn undir seilarnar.
Þegar kominn var nægur afli, voru færin dregin upp og síðan var
farið að leysa upp, það var að draga línuna, og gengu allir að því
verki. Það var oft erfitt verk, þegar hvasst var og þung alda.
A landleiðinni voru segl notuð, ef hægt var, annars varð að róa,
og var það mjög mikið erfiði og reyndi mjög á þrek og úthald manna,
þegar um langan veg var að fara.